Kirkjuritið - 01.05.1970, Blaðsíða 28
218
KIRKJURITIÐ
Nefnd hefur setið á rökstólum um prestaskortinn. FormaSur
hennar er Kípurbisknp og var nefndarálitið væntanlegt snemma
á þessu ári. 150 prestaköll standa auð.
„Menn hafa leitað tvennra leiða til lausnar vandanum. önnur
er samsteypa sókna. Hún liefur verið gerð í stórum stíl. Á ein-
um stað á Jótlandi hafa sex sóknir verið sameinaðar í eitt
prestakall. Því er nefnilega svo farið að við höfum all margar
smá sóknir með 100—200 íbúum og ekki fást prestar í þær allar.
Rætt liefur verið live mörgu fólki einn prestur geti þjónað og
er niðurstaðan sú að hæfilegt sé að ætla presti 2000 sálir úti á
landi en 5000 í borgunum. 1600 prestar eru í Danmörku og se
tölu þeirra deilt í fólksfjöldann ætti það að nægja. En lífið
lagar sig ekki eftir meginreglunum. Landsháttum er þann veg
farið að nákvæmri skiptingu verður ekki komið á, en samt sein
áður hefur náðst viss árangur.
Hin leiðin, sem nefndin styngur upp á, er að stytta menntun-
arskeið presta á þann veg, að inaður, sem orðinn er liálf fertug-
ur og liefur kennarapróf eða aðra tilsvarandi menntun, geti
að loknum þriggja ára undirbúningi — aðallega sjálfsnámi —
gengið undir próf, sem veitir lionum, ef liann stenzt það —
sönm réttindi og guðfræðingum til að sækja unt prestlega þjón-
ustu. Biskuparáðið hefur fallizt á þetta og ætla má að kirkju-
málaráðuneytið leggi fram frumvarp um þetta í þjóðþinginU
áður en vorið er liðið. Þetta yrðn þá bráðabirgðarlög, sem giRu
í tín ár.
— Verður unnt að taka prófið í áföngum eða aðeins loka-
próf?
— Hvoru tveggja, rnenn mega velja um það.
— Hvaða vandamál eru efst á baugi innan dönsku kirkj-
unnar þessa dagana?
— Andstæður kynslóðanna. Það verður lialdinn sanmorrænn
hiskupafundur í Bástad á næsta ári og við Danirnir höfuin
ákveðið að koma því máli á dagskrá. Hérlendis liefur mikið
verið rætt um guðþjónustuformið og allir eru sammála um a'^
það verður að endurskoða liandhókina á næstunni. En unga
fólkið hefur skotið fram ýmsum uppástungum, sem vera kann
að fái ekki sem beztan liljómgrunn. T. d. liefur verið rætt um a^
grípa til nýrra tjáningarforma í guðsþjónustunni, nýmóðins
listforma, dans og hljómlistardans. Það verða því skoðana-