Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 19

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 19
ingum og kennimönnum fjölgar nú óð- um sem telja að tilveruspekin hafi ekki orðið Guðs kristni til þurftar. Ég leyfi mér að telja mig í hópi þeirra manna. II. Rudolf Bultmann er sá kristinn guð- fræðingur sem meir hefur byggt á hugmyndafræði Heideggers en flestir aðrir. Karl Barth komst eitt sinn svo að orði um Bultmann: „Ég þekki engan samtímaguðfræðing sem hefur jafn- mikið að segja um skilning, né heldur neinn sem hefur jafnmikla ástæðu til að kvarta yfir því að vera misskilinn.“ Þessi ummæli hins mikla spámanns voru ekki ástæðulaus. Tjáningarmáti Bultmanns var oft æði óljós og þoku- kenndur. Hið sama má segja um ýmsa aðra sem hafa notað sér hugmynda- fræði tilveruspekinnar til umsvifa f kristinni guðfræði. Ég er jafnvel ekki frá því að Skálholtsrektor sé undir sömu sök seldur að einhverju leyti. i viðbótargrein sinni í Morgunblað- inu, sem ég hef þegar minnst á, er rektor sár yfir því að hafa verið mis- skilinn af andmælendum sínum og um einn þeirra tekur hann það fram að hann virðist ekki skilja mælt mál. Virð- ist rektor kenna þetta bæði þekkingar- leysi og grunnfærni. Nú er ég einn af hinum minnstu spámönnum og því sjálfsagt óleyfilegur skortur á sjálfs- gagnrýni hjá mér að hætta mér út í orðaskipti við mann sem býr bæði yfir Þekkingu og djúpristri hugsun. Ég skil nefnilega alls ekki alltaf hvert rektor er að fara í Kirkjuritsgrein sinni. Samt vona ég að rektor sýni mér það lítil- læti að upplýsa mig um vissa hluti, sem mér finnst ekki nógu Ijósir í grein hans eða svokallaðri trúarjátningu. Hver er t. d. raunveruleg afstaða rektors til framhaldslífs og upprisu? Hann talar um þá staðreynd að dauð- inn sé „tortíming einstaklingsins, út- þurrkun sjálfsins,'1 um meðvitund sem „slokknar að fullu.“ Á móti þessu tefl- ir hann að vísu hinni kristnu von, upp- risutrúnni, svo að greinilegt er að hann trúir á eilíft líf þeirra sem Kristur hefur höndlað því að „hann mun aldrei sleppa af okkur hendi sinni, hvorki í lífi né dauða.“ Ef til vill er óleyfilegt að draga hér þá ályktun að rektor trúi aðeins á einskonar skilorðsbundið framhalds- líf. Ég vildi ógjarna láta mig henda það að eigna honum skoðanir með röngu. En því miður, hið mælta mál rektors er ekki nógu Ijóst til að taka af öll tvímæli í þessu efni. Ef rektor trúir því að aðeins þau Guðs börn sem höndluð eru af Kristi eignist eilíft líf sem gjöf af náð en al- mennt framhaldslíf sé aðeins fróm óskhyggja sem eigi sér enga stoð í veruleikanum, þá er hann ekki alger- lega einn á báti með það viðhorf. Til eru jafnvel þeir sem telja að trú á al- mennt framhaldslíf sé óbiblíuleg, til- komin síðar fyrir áhrif hellenskrar trú- arheimspeki. Ekki er því að neita að trúarhug- myndir hinna fornu Gyðinga um fram- haldslíf hafa verið á nokkru reiki. Vist- in eftir dauðann í Sheol eða Helju er ekki það sem við mundum kalla líf, a. m. k. ekki í venjulegum skilningi. Trúin á líkamlega upprisu mun snemma hafa skotið rótum í akri gyð- 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.