Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 23

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 23
En til þess aS einstaklingurinn sé mót- tækilegur fyrir hina óskiljanlegu hreinu trú verSur aS reka hann fyrst út í eySi- mörk tilgangsleysis og tóms. Þarna virSist mér aS um óleyfilega alhæfingu sé aS ræSa. ÞaS er sálfræSI- le9 staSreynd aS margir hafa komist til trúar og frelsast vegna þess aS þeir komust fyrst í þetta allsleysis ástand eða voru meS öSrum orSum komnir algerlega út á klakann kalda jafnt í andlegum efnum sem öSrum. Hitt er jafnsálfræSileg staSreynd aS ekki kom- ast allir til trúar á þennan hátt en kom- ast þó. ÞaS orS er satt aS enginn getur Seð GuSsríki nema hann endurfæSist. En ekki endurfæSast allir á sama hátt. þaS er óleyfileg oftúlkun á boSskap Nýjatestamentisins aS halda því fram að alger tómhyggja sé „forsenda pré- ðikunarinnar, forsenda trúarinnar hreinu.“ Gagnrýnendur tilveruspek- 'nnar hafa einmitt bent á aS tómhyggj- an meS sínu myndmáli sé mun óskilj- anlegri og óaSgengilegri nútímamann- 'num heldur en venjuleg gamaldags Prédikun þar sem Biblían er sjálf látin fala án allrar nýtísku túlkunar. V. Árásir Skálholtsrektors á spíritismann ætla ég aS leiSa hjá mér. Þó vil ég faka þaS fram aS ég harma þaS orS- faeri sem rektor notar. Ef spíritism- lnn á þau ítök í þjóSinni sem rektor 9efur í skyn verSur hann naumast kveSinn niSur meS innantómum en þó fordómafullum stóryrSum. Þar sem rektor bregSur rökfræSinni fyrir sig er hann álíka seinheppinn. AS mati rektors felur hugtakiS „eilíf5“ í sér andstæSu þess sem viS nefnum tíma og þá um leiS andstæSu allrar þróun- ar og breytingar. Þessi skilgreining á hugtakinu eilífS minnir á Thomas Aquinas. Hitt hlýtur þó rektor aS vita aS til eru aSrar skilgreiningar á ei- lífSarhugtakinu, m. a. sú aS tíminn meS öllum sínum breytingum og þró- un sé innifalinn í eilífðinni. Þá er held- ur ekki hægt aS segja að ,,eilífð“ og ,,þróun“ séu andstæður. Rökleiðsla rektors fellur því um sjálfa sig. Alvar- leg ádeila krefst vandaðri vinnubragða en þarna er um að ræða. Stór orð hafa komið frá Skálholti fyrr og hefur þeim fylgt mikill kraftur andans. Strákslegur skætingur úr þeirri sömu átt yrði hinsvegar síst til aS gleðja þá sem enn stunda prédik- un á íslandi eða til að hressa upp á Guðs kristni. VI. HvaS er hrein trú? Skálholtsrektor hvetur okkur prestana til að iðka hana og prédika. Og þessa hreinu trú boð- ar hann okkur með orðaforða og túlk- unarmáta tilveruspekinnar. Ekki efast ég um góðan tilgang rektors. En til- veruguðfræðin er, eða öllu heldur var, tískufyrirbrigSi, hugarfóstur lífsleiðrar kynslóðar sem leitaði sér nautnar í neikvæðum heilabrotum. Sjálfsagt hef- ur hrein trú fundist meðal tilveruguð- fræðinga. Hinir voru þó e. t. v. miklu fleiri sem lentu út á algerum villigöt- um, menn sem komust að þeirri niður- stöðu að Guð væri dauður og að krist- indómur framtíðarinnar hlyti að verða 21

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.