Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 29

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 29
þannig sjálfur trygging fyrir því, að Postularnir fari með rétt mál. Við þetta vakna ýmsar spurningar, sem ekki verður svarað í skjótri svip- an. Auðvelt er að gagnrýna framan- greindan málflutning, enda felur hann i sér það, sem nefnt hefur verið ,,skil- greiningarhringur" (circulus in defini- endo). E. t. v. er sú gagnrýni nytsam- leg. Hún dregur okkur nefnilega fram á Þau hengiflug, þar sem okkur verður það Ijóst, að trú okkar á Krist er byggð á Kristi sjálfum og honum einum: Við 'fúum því, að Jesús sé Kristur, af því að postularnir hafa vitnað um, að svo sé. En vitnisburði postulanna trúum v'ð, af því að við vitum, að Jesús Krist- Ur kallaði þá. Þegar öll kurl koma til grafar, er sannleikurinn auðvitað sá, að við trúum af því að Kristur sjálfur hefur höndlað okkur og lagt okkur trúna í brjóst. Sú trú birtist annars Vegar í tilbeiðslu andspænis honum, hins vegar í trausti til orða postulanna. °g þessa trú hefur Kristur einn ræktað ' vitund okkar. Ekki er í sjálfs vald sett sem nokkrir meina yfirbót, iðrun rétt °g trúin hreina. (12. Passíusálmur). ^n sá Kristur, sem af eigin valdi, en ekki okkar skapar „hreina trú“ (sbr. vers Hallgríms!) í mannlegu hjarta, er lifandi persónuleiki. Sem maður lifði hann í Palestínu fyrir tæpum 20 öld- urn. Sem upprisinn Drottinn lifir hann nu og er okkur nær. Það getur ekki veri3 þýðingarlaust, hvort frásagnir Postulanna um hann eru sannar eða ósannar. „Ef Kristur er ekki upprisinn, þá er ónýt prédikun vor, ónýt líka trú yðar“ (1. Kor. 15:14). Rudolf Bultmann skýtur yfir markið, er hann, — senni- lega m. a. af ótta við gagnrýni sagn- fræðinnar, — hyggst leiða nútíma- manninn til trúar með því að fá hann til að yppta öxlum andspænis vitnis- burði postulanna, en snúa sér þess í stað að innri upplifun þeirrar trúar, er ,,boðunin“ vekur í sál og sinni. „Boðskapur“ hlýtur ævinlega að vera boðskapur um eitthvert efni. Boð- skapurinn um Guðs orð í Jesú Kristi snýst um ákveðna rás viðburða, sem urðu hér á jörðu á tilteknum stað og stundu. Sá, sem draga vill úr gildi þessarar viðburðarásar, þessarar stað- reyndaraðar, gerir boðunina innihalds- lausa og sviptir hana öllu jarðsam- bandi. Hann kollsteypist yfir á það hugmyndasvið, sem nefnt hefur verið dóketismi, enda hefur Bultmann þrá- sinnis verið ákærður fyrir það, — og ekki að ástæðulausu. III. Það má kallast létt verk og löður- mannlegt að gagnrýna biblíuviðhorf, sem trúlega á sér formælendur fáa á landi hér. En ástæðan til þess, að ég hiaut að eyða allnokkrum orðum í þetta efni, er sem fyrr greinir sú, að tilveruguðfræði er e. t. v. þekktust á jslandi einmitt í mynd þess biblíuvið- horfs, sem Bultmann hefur gerzt tals- maður fyrir. Andstæðingar þessa bibl- íuviðhorfs hafa því eðlilega tilhneig- ingu til að vísa allri tilveruguðfræði á bug um leið og þeir hafna biblíuvið- horfi Bultmanns. 27

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.