Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 30

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 30
En tilveruguðfræði er fleira en þetta eitt. Raunar geri ég ráð fyrir að segja megi, að hún sé fyrst og fremst eitt- hvað allt annað en þetta eitt. Að því kem ég von bráðar. En úr því að ég hef fjölyrt um biblíuviðhorf Bultmanns og afneitað því fyrir mitt leyti, mun sanngjarnt að auka nokkru við um þetta efni. Hvert verður þá biblíuviðhorf þess manns, er vísað hefur frá sér framan- greindum hugmyndum Bultmanns? Við þessari spurningu má auðvitað finna fjölmörg svör. Nú virðast sumir lesendur þessa tímarits vera svo skemmtilega framstyggir, að mig lang- ar mest til að ganga beint framan að þeim og hrópa hátt og hvellt í eyru þeirra orð eitt, sem lengi hefur notið sérstakrar fordæmingar hér um slóðir, nefnilega „bókstafstrú", — svona rétt til að sjá, hver hrykki nú rækilegast í kútinn í þetta skipti! Þó skal þetta ógert látið, — ekki af einni saman linkind við lesendur, held- ur af öðrum og gildari ástæðum. Orðið ,,bókstafstrú“ höfðar til vel- þekktrar kenningar (verbalinspiration) þess efnis, að hvert orð Ritningarinn- ar sé ,,innblásið“ af Guði. Samkvæmt þessari hugmynd hefur Andi Guðs hvíslað sérhverju atkvæði hinna 66 bóka Biblíunnar gagngert í eyra hinna ýmsu ritara eða jafnvel stýrt hönd þeirra og þeir skrifað ósjálfrátt. Þar með er Biblían öll óyggjandi sannleik- ur, hvort heldur hún er skoðuð af sjónarhóli trúar eða sagnfræði. Trúlega má segja, að kenning þessi sé hreinræktaðasta andstæða biblíu- viðhorfs Bultmanns. Þó eiga þær, — ásamt ýmsum öðrum hugmyndum, sem ætlað er að marka meðalvegina, einn hlut sameiginlegan, og er hann sá veigamesti. Hvor tveggja kenningin, — og meðalvegirnir einnig, — fela í sér tilraunir manna til að gera opin- berun Guðs á jörðu skiljanlega, að- gengilega einhverjum þætti mannlegra vitsmuna. Þetta er vonlaust verk og hefur alltaf verið. Má vera, að nægilegt sé að benda á, að tækist mönnum í raun að hafa hendur í hári „opinberunar- innar“ á þann hátt, sem að er stefnt með slíkum kenningum öllum, yrði hún ekki „opinberun" stundinni lengur, heldur umhverfðist hún í skjótri svipan í hvert annað fyrrverandi leyndarmál, sem búið væri að segja í eitt skipti fyrir öll og væri þaðan í frá ekki annað en rykfallinn safngripur. „Opinberun“ í kristnum skilningi þess orðs merkir ekki hið sama og uppljóstrun leyndarmáls. Hún er held- ur ekki sömu tegundar og t. d. nátt- úruvísindaleg eða sagnfræðileg upp- götvun. Samkvæmt trú kristins manns táknar opinberun Guðs þetta, að sá Guð, sem um aldur er hulinn, kýs að gefa sig til kynna með einhverjum þeim hætti, er hann sjálfur ákveður. Sá Guð, sem er ósýnilegur og óskiiian- legur leyndardómur, rýfur þögnlna og talar til manna. Hann svarar þeim spurningum, sem hann veit, að menn- irnir þurfa að fá svar við. En eftir sern áður er hann hulinn, óskiljanlegur leyndardómur. Hann hefur ekki svarað öllum þe'm spurningum, er upp koma í huga mannsins. Hann hefur t. d. alls ekki leyst úr mannlegum vangaveitum 28

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.