Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 34
Runnurinn logar, en brennur þó ekki.
Einkasonur Guðs leggur líknarhönd á
höfuð lesandanum. í orði sínu hefur
Guð opinberast þessum manni.
Rétt er að leggja áherzlu á þá al-
kunnu staðreynd, að þau umskipti, sem
ég hér hef vikið að, verða síður en
svo ætíð með sama hætti. Til eru
menn, sem upplifa nýja tilveru í skjótri
svipan. Aðrir eiga í áralangri baráttu,
en síðar koma umskiptin í skyndingu.
Enn aðrir glíma lengi og sjá e. t. v.
fyrst í stað reykinn einan, en þá glóðir,
sem smám saman lifna, unz runnur-
inn allur stendur í loga.
En hvað sem leiðinni líður er hitt
víst, að niðurstaðan verður hin sama:
Guð opinberar sig í orði sínu, og ein-
staklingurinn öðlast nýja tilveru. Þessi
nýja tilvera er ekki lífsviðhorf eða
skoðun eða álit né neitt í þá átt. Hún
ristir dýpra en svo. Persónulífið allt
hefur tekið nýja stefnu, — öðlazt til-
gang, markmið, — ásamt óumræði-
legri birtu.i)
Nú skýtur einhver utanaðkomandi
aðili upp kollinum og véfengir það,
sem hinn fyrrnefndi trúir á, véfengir
t. d. raunveru (raunverulega tilvist)
hins upprisna Drottins Jesú Krists.
Slíkum efasemdum er ekki unnt að
svara með raunvísindalegum hætti eða
með rökhyggju. Rétta svarið er per-
sónulegur vitnisburður. Sá vitnisburður
felst í tilvísun til þess, að hinn upp-
risni er grundvallarstaðreynd minnar
eigin tilveru. ,,Sjálfur lifi ég ekki fram-
ar, heldur lifir Kristur i mér.“ Þessi
1) Hér væri að sjálfsögðu ástæða til að fjalla
sérstaklega um Anda Guðs. En einhvers
staðar verður að setja spjalli þessu takmörk.
,,tilverustaðreynd“ (existentiel virkelig-
hed) verður með engu móti ,,afsönn-
uð“ eða afmáð af nokkrum utanað-
komandi aðiia, — ekki fremur en hinn
trúaði getur þröngvað 'henni upp á
þann, sem véfengir.
,,Tilverustaðreynd“ er miklum mun
þýðingarmeiri en nokkur „hlutlægur
veruleiki,“ hversu auðvelt sem það
kann að vera að færa sönnur á tilvist
hins síðar nefnda með rannsókn eða
rökum. Eiginmaður getur hæglega gef-
ið ótal upplýsingar um konu sína, um
hæð hennar, þyngd, augnalit og hára
o. s. frv. Allt eru þetta hlutlægar upp-
lýsingar sem auðvelt er að ganga úr
skugga um með rannsókn. En þessar
upplýsingar skipta eiginmanninn engu,
ef þær eru bornar saman við hitt, að
hann elskar einmitt þessa konu. Raun-
vera ástar hans til hennar verður ekki
,,sönnuð“ á sama hátt og skýrsla hans
um hæð hennar, þyngd og lit. Eigi að
síður er ástin sú tilverustaðreynd, sem
öll afstaða hans til þessarar konu
byggist á. Og hún er svo miklu þýð-
ingarmeiri en allt hitt, að þar á er ekki
stigsmunur, heldur eðlis.
E. t. v. hljómar það undarlega, sem
ég nú hyggst segja: i) Biblian er ekki
opinberun Guðs. Ekki sjálfkrafa. Ekki
á sama hátt og t. d. „Enska öldin“ eftif
Björn Þorsteinsson sannanlega fjallai’
um atburði 15. aldar á isiandi. —
2) Biblían ER opinberun Guðs, —'
þeim sem lesa hana og finna þar tH-
verugrundvöii að fóta sig á. Þeim er
hún lifandi orð. Öðrum dauður bókstaf-
ur. Opinberunin er sem fyrr greinir tvf-
bent: Hinn huldi Guð gengur fram á
foldu, — í einum manni. Aðeins eitt
ritsafn greinir frá þessum atburði. En