Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 38

Kirkjuritið - 01.04.1975, Qupperneq 38
Hápunktur spektarinnar barst mér í hendur í gær: Þar er þvi haldiS fram, aö ég boöi þá trú, að Kristur standi fyrir allri áfengisnotkun íslendinga! i) Sjálfsagt verður hér „enginn endir á vanitate“, — fremur en fyrri daginn, þegar vanþekking og ofsareiði takast í hendur. Eiginiega er ég farinn að hlakka til að sjá, hvaða fjarstæður koma næst út úr rykmekkinum. En ég ætla að sinni að halaa fram stefnunni og ræða litlu nánar ýmsar aðrar hliðar tilveruguðfræðinnar en þær, sem þeg- ar hafa verið nefndar. Jafnframt verður í vaxandi mæli vik- ið að ýmsum þeim árásum, er ég hef orðið fyrir í fjölmiðlum. Því fer viðs fjarri, að ég taki undir allt það, sem hinir ýmsu tilveruguð- fræðingar halda fram varðandi marg- háttuð efni, enda væri það ómögulegt, þvi að á þeim vettvangi eru menn ekki fremur sammála en annars staðar, þar sem einstaklingar kappræða. Ég hef þegar vísað bibliuviðhorfi Bultmanns á bug. Og jafnvel þótt ég hafi nefnt Paul Tillich sem þann guðfræðinginn, er orðið hefur mér drýgstur hin síðari ár, mun ég hreint ekki taka að mér að verja aðrar skoðanir hans en þær fáu, sem ég hef haft tóm til kynna mér, melta og viðurkenna sem réttar. Krists- fræði Tillichs virðist mér t. d. næsta þunn i roðinu, svo að eitthvað sé nefnt af því, sem mér ekki hentar úr fræðum hans. Eigi að síður er ástæðulaust að 1) Rétt er að höfundur þessarar frábæru full- yrðingar njóti afreks síns, og verði nafn hans varðveitt á spjöldum þessa rits: Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli. — Grein í Tím- anum 29. maí. — taka undir fullyrðingar þeirra, sem nefna Tillich ,,eftir-kristinn“ (post- christian). Um hreina trú þykir mér líklegt, að hann „kveði betur en páf- inn“! — Eitt at' því marga, sem mér heíur verið borið á brýn í áður nefndu mold- viðri ásakana, er það, að ég í hinni fyrstu grein hafi haldið fram kenning- um um ,,útvalningu“ fárra, en ,,glötun“ alls þorra manna. i) Ekki skal ég tí- unda ákærurnar, en snúa mér þess í stað beint að efninu. Hvað sem líður ofanskráðum var- nöglum, er hitt víst, að varðandi ,,glöt- un“ og ,,útvalningu“ hlýt ég að grípa til tilveruguðfræðilegra hugtaka. Þar eru á ferðinni tveir þættir kristinnar trúar, sem ég tel vandtúlkaða, ef um þá er fjallað af öðrum sjónarhóli. Varð- andi síðast greinda fullyrðingu er rétt að geta þess, að ,,tilveruguðfræði“ ' einhverri mynd hefur þróazt innan kirkjunnar á öllum öldum, þótt nafnið sé nýtt í þess núverandi mynd. Það mun hafa komið skýrt fram í þessari grein allri, að hér er trúin á Krist fullkomlega tengd þeim einstakl- ingi, er trúna játar. Hér verður ekki fjallað um svo flókin hugtök sem ,,trú safnaðarins" eða ,,trú í annars stað“, sízt af öllu skal fjölyrt um þá ,,trú skírn- arbarnsins", er með því blundar sem möguleiki (potentiel trú) eða byggð er á allsleysi þess. Þegar tilveruguðfræðin talar um trú, er átt við persónulega reynslu, djúpa tilfinningu, sem upplifuð er „á líðandi stundu“, — í augnablikinu, — og telj- 1) Sr. Þórir Stephensen, Mbl. 16. maí. 36
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Kirkjuritið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.