Kirkjuritið - 01.04.1975, Blaðsíða 45
' síðasta Kirkjuriti og valdið hefur
margvíslegum geðshræringum síðan.
Sá, sem situr í hópnum umhverfis mið-
ilinn og bíður fregna af framliSnum,
Qengur hann krókalaust á fund Krists?
N®gir honum trúin á hinn upprisna
{relsara? Hver er tilverugrundvðllur
hans?
Og prestar, sem leggja blessun sína
yfir þetta athæfi, — eru þeir trúir þeim
Drottni Jesú Kristi, er býður þeim
hjálpræðið fyrir trúna eina saman?
Hver er tilverugrundvöllur þeirra?
Er það kannski til of mikils mælzt
aS biðja um svör við þessum spurn-
ingum? Eru spurningarnar of skýrar
hl þess að unnt sé að svara þeim útúr-
snúningslaust?
EHegar prestur á borð við séra Þóri
Stephensen, sem staðhæfir, að kær-
leiksríkur heiðingi geti „komizt miklu
næf Guði en skírður, kristinn maður,
Sem lítt hirðir um kærleikann“! —
^æri það til of mikils mælzt að biðja
Þennan klerk að skýra litlu nánar af-
stöðu sína til Krists, — ásamt afstöðu
sinni til boðunarinnar um hjálpræðið
fyrir eina saman trúna á hann? Væri
það óhóf að spyrja, hvers konar kvik-
syndi sá maður er kominn út í, sem
^sllar sig kristinn prest, en telur þó
trúna á Krist — hann, sem einn er
Guð, — skipta minna máli en góð-
semi mennskra manna?
Hér hygg ég, að komið sé að veiga-
wikilli gjá, sem I raun liggur nú á
dögum um fylkingu íslenzkra guSfræð-
m9a þvera: Annars vegar eru þeir,
Sem trúa á Krist og hann El NAN.
Hins vegar eru þeir, sem telja sig
trúa á Krist O G eitthvaS annaS. Ann-
ars vegar erRÉTTTRÚ, — hrein
og ómenguS evangelisk-lúthersk trú.
Hins vegar er B L E N D I N N átrún-
aQUr, — óljós og samsettur af sundur-
leitum fyrirbærum.
Ætíð verða einhverjir til þess að
reyna að brúa slíkar gjár, — með
þokukenndum hugsunarhætti og mark-
lausri velvild. Það er óhultast að geta
labbað yfir brýrnar og látið sem eng-
in sé gjáin. Brúarsmiðir ýmsir hafa
gert mikið úr þeim hörðu orðum, sem
ég beitti í hinni fyrstu grein minni.
Almennt virðist það vera gleymt, að
jafnvel Kristur átti það til að kalla
menn hræsnara og nöðruafkvæmi,
já jafnvel staðhæfa það, að sumir and-
stæðinga hans ættu djöfulinn að föður.
Hann sagði nefnilega sannleikann, —
óhikað. Hann sprengdi allar brýr af
öllum gjám. Sumar gjánna hafa aldrei
verið brúaðar síðan.
Ég er ekki viss um, að Kristur telji
sér sérlega vel þjónað af þeim mönn-
um, er byggja vilja brýr yfir gjána milli
trúarinnar á hann og hjáguðadýrkunar
ýmiss konar.
Miðilsfundir hafa „gefið ótal mörg-
um efasemdamönnum þessa dýrmætu
eign, öryggið um, að látinn lifir. Þeir
hafa þá líka gefið svo mikilsverða
huggun, að slíkt verður ekki metið að
verðleikum." Þannig talar séra Þórir
Stephensen. Þannig talar kristinn aóm-
kirkjuprestur á íslandi. Og enn spyr
ég: Á kristinn prédikari sér það mark-
mið eitt að veita efasemdamönnum
öryggi og huggun? Gildir einu, hvaðan
sú huggun kemur? Úr því að spíritísk
huggun getur komið í stað trúar á
Krist hinn upprisna, er þá ekki búdd-
hísk huggun jafngóð, — eða islömsk?
Svarið við þessu hlýtur að verða já-
43