Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 47

Kirkjuritið - 01.04.1975, Page 47
Sira Jakob Ág. Hjálmarsson, Seyðisfirði: HVINNINGUR MINN ^ugleiðingar vegna skrifa um hina hreinu tru. Urri hina hreinu trú hefur margt verið raett að undanförnu vegna skrifa sr. Ueirnis Steinssonar í síðasta Kirkjuriti. Hann hefur hlotið ómakleg andsvör skrifa sinna og sum ófyrirleitin, því sv° er að sjá sem enginn þeirra, sem skrifað hefur, hafi unnt honum þess frelsis að láta skoðanir sínar yfirleitt í 'jós. Það er sem menn hafi óttast svo kennivald hans, að þeir teldu að skrif ^^ns kynnu að binda hendur þeirra. Ég ski> það vel, því ræða hans er áhrifa- mikil og ég spái því, að hún kunni að marka þátíaskil í íslensku kirkjulífi, ^vi ekki stendur hann einn á báti. Stóryrði þau, sem einkum hefur verið 1,1 vitnað úr ræðu hans, mun hann verða að standa við, því þau eru rök- studd framar í ritsmíð hans. Þau eru Því ekki slagorð án undirbyggingar, engar loftbólur, sem stungið verður á með lítilli fyrirhöfn. Erindi hans var fyrst og fremst til kollega hans og þannig fram sett. Þarf því nokkra þekkingu til að geta rætt málið á þeim grundvelli, sem hann setur það fram. Ég vil því benda fólki á að hrapa ekki að niðurstöðum án þess að vera visst um að hafa skilið málflutning höfundar. En hvernig er það annars, er yfirleitt nokkuð hægt að fullyrða um, hvað felst í hinni hreinu trú? Er hún ekki einkamál hvers og eins? Ef svo væri, hefðum við hvorki þörf né möguleika á ýmsu því, sem við tengjum nafninu kirkja. Hver ætti þá að nema sín fræði sjálfur til að tryggt verði, að aðrir hafi ekki áhrif á trúarupplifun hans. Sam- eiginleg guðsþjónusta yrði lítils virði undir þeim kringumstæðum, því undir hælinn lagt, hvort nokkur fyndi þar nokkuð handa sér. Og svo yrði um fleira. 45

x

Kirkjuritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.