Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 65

Kirkjuritið - 01.04.1975, Side 65
JÖNAS ÞÓRISSON, kristniboði: Langþráðu marhi náð °nas Þórisson, kristniboði í Konsó í ÞíóPiu, ritaði kristniboðsvinum á ís- andi bréf 2. marz s. I. Það er birt í ! tbl. Bjarma 1975. Kirkjuritið fékk til að birta hluta úr þessu bréfi, ar eð þa5 á erindi við íslendinga: 1 dag er mikill hátíðisdagur hér í þ°nsó- Nýja kirkjan hefur verið vígð. a er dagur, sem fyrirrennarar okk- ’ ^ristniboðsvinir og söfnuðurinn, lengi hlakkað til. Mikill fögnuður I' ÞJa þeim mikla fjölda, er lagði V\Q S'na Þ'n9a® ti' taka þátt í há- i^^ðsþjónustunni og vígsluathöfn- Siðustu dagana hefur verið í nógu að snúast við alls konar undirbúning. Nýju kirkjubekkina þurfti að setja sam- an, mála og lakka. Þetta var mikil vinna, en við vorum svo heppin að hafa hér enn þá einn af smiðunum, sem unnið hafa við kirkjubygginguna. Hann tók þetta verk að sér og leysti það vel af hendi ásamt daglaunamönnunum okkar, Kambero og Gúmatsjó. Einnig þurfti að mála allt í hólf og gólf. Þótt við höfum haft samkomur í kirkjunni nú á fjórða mánuð, höfum við látið sitja á hakanum að mála, þar sem við vildum hafa allt fágað og prýtt á sjálf- an vígsludaginn.----------- Er ég leit yfir kirkjuna til að sjá, hvort allt væri nú eins og það ætti að vera, varð mér hugsað til ykkar, kristni- boðsvinir, sem með trúfesti og fórnum hafið gert þetta mögulegt. Ef Guð lof- ar, munu margir koma hingað um ókomna framtíð og fá að heyra fagn- aðarerindið um frelsarann okkar Jes- úm Krist. Og til Biblíuskólans, sem er til húsa í nýju kirkjunni, þangað munu margir ungir Konsóbúar koma til að fræðast og styrkjast í trú sinni. Já, eitt er víst: Guð mun blessa starfið, og hin nýja aðstaða er ómetanleg fyrir allt starfið.--------- í morgun fór ég niður að kirkju til að setja upp flögg fyrir utan kirkjuna. Þá þegar voru margir farnir að bíða eftir því, að kirkjudyrnar yrðu opnaðar og þeir fengju að fara inn. Já, það er oft gaman að virða fyrir sér fólk, sem kemur í fyrsta sinn inn í kirkjuna. Flestir hafa aldrei fyrr séð annað eins hús, þar sem eins hátt er til lofts og vítt til veggja. Þeir góna upp í loftið og aftur og fram og hlæja svo að öllu saman. 63

x

Kirkjuritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kirkjuritið
https://timarit.is/publication/443

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.