Fríkirkjan - 01.03.1902, Qupperneq 2

Fríkirkjan - 01.03.1902, Qupperneq 2
34 Þú veizt, hann vinur er, sem vill þig sælan gera; þú veizt, að honum hjá er hólpnum gott að vera. IDó grátleg sé þin synd og sálar margföld neyð, treyst honum, þér mun þá frá þrautum greiðast leið. Hann segir: „Sjá, eg kem til Zíons þig að )eiða.“ Um hennar perlu hlið hans hjörð á vegu greiða. í Zion gljái gulls á götu hverri er; þar drottinn fyrst til fulls sinn frið mun veita þér. — Um að breyta bibliunni. (í'yrirlestur eptir: dr. D. Witt Talmage.) ,, O/7 taki nokkur af orðum þessarar spádómsbókar, þá mun guð af honum taka hans lilutdeild i lífstrénu og borginni helgu. .“ (Opb. 22, 19.) Hinn guðinnblásni höfundur sá það fyrir fram, að þeir tím- ar mundu koma, þá er þjófar mundu brjótast inn til að stela ýmsum pörtum biblíunnar, þá er einn mundi gjöra innbrot hér og annar þar. En á eptir slikum glæpum mun koma hræðileg hegning, þvi að hin tilvitnuðu orð segja á mjög á- kveðinn hátt, að hlið himinsins munu að eilífu verða lokuð fyrir slíkurc helgidóms-i-æningjum. Það er þess vegna mjög ábyrgðarmikið að ráðást í, að gjöra nokkra breytingu á biblíunni. Frá ræðustóli í New-York hefur fyrir skömmu sú hugsun verið látin í ljósi, að það þurfi að hreinsa ritninguna, með því að nokkrir hlutar heimar séu óhæfir til lesturs og aðrir eigi nægilega áreiðanlegir.

x

Fríkirkjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fríkirkjan
https://timarit.is/publication/464

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.