Kennarinn - 01.09.1899, Blaðsíða 9

Kennarinn - 01.09.1899, Blaðsíða 9
—177— SKTRINOÁE. Þegar Jakob hefur loks í friði komist burt frá Laban hinum tálsama, er fyrir framan hann Esaú hinn táldregni. Og hinn reiði bróðir nálgast með 400 vopnaða menn. Hvað hefur hann í huga, frið eða stríð? Mun hann nií ekki muna tálbragð Jaðobs og leita hefndar? Ef )>að er stefna hans, þá er úti um Jakob. Alt er i óvissu, en Jakob hefur afráðið að leita friðar. Hann býr sig til móts við Esaú. Haltur er hann eftir viðureignina við engilinn en styrkur eftir bænina og öruggur fyrir fyrirlieitið. Þaunig raðar hann i'ólki sínu: fyrst fara ambáttirnar Bíla og Silpa og börn þeirra, þá Lea og börn hennar, og síðast hin elskaða Rakel og hinn ungi sonur hennar Jósef. Sjálfur gengur Jakob á undan liði sínu. Sjö sinnum hneigir hann sig til jarðar fyrir bróður sínum. Hið sama gerðu allir aðrir í liði Jakobs. Með þessu vildi Jakob votta Esaú virðing síua og undirgefni. Guð hafði heitið Jakob að frelsa hanu li,i reiði bróður síns. Guðs andi er starfandi í hjarta Esaú og rekur þaðau rciðina en kveikir þar eld bróðurkær- leikans. Þegar Esad ser bróður sinn, sem lniun ekki hefur sdð í 20 ár, kemst liann við, hleypur á móti lionum, fellur um háls honum og kyssir haun. Tárin fylla augu þessara tvíbura, sem skilið höfðu fyrir svo mörgum árum með heift og batri, og þeir sættast lieilum sáttum og sjá nú í anda nýja framtið, bjarta fyrir Ijós kærleikans. Hversu góð áhrif þessi saga hefur á hjörtu vor! Það minnir á eitthvað á liðinni tið í fari hvers um sig: föður, soni móðgaður var; barn, sem iðiaðist; og viðtökuí: sem barnið hvorki bjóst við né átti skilið; Það minnir á lítlaga í spillingar-eyðiinörk, heimhvarf hins iðrandi manns og óst og blíðu heima, í staðin fyrir reiði og refsing. Það minnir oss líka á, að nema vér sjálíir söum kierleiksríkir og fúsir aö fyrirgefa meðbræðrunum, erum vér ekki maklegir þeirrar elsku, sem fyrirgaf oss, hiuum seku. Jóliannes postuli segir: Elskan- logir, fyrst guð elskaði oss þannig, ættum vér líka, að elska livor annan; og líka: Sá sem ekki elskar, þekkir ekki guð, því guð er kærleikurinn. Hversu margfalt farsælli var ekki þessi fundur þeirra bræðranna, en sá sem livor um sig liafði búist við. Jakob hafði búist við hefnd og óttast hið bitra sverð hins skapbráða Esaú; um mörg ár hafði það verið liræðslu-efni hans í vöku og blund. Nú linnur hann bróðuriun sáttan; flnnur bióðurinn, som haun hafði hrunðið frá sör með vélum og prettum. Hve heitt Jakob hefnr DÚ þakkað guði. Iísuú hafði búið ylir riiiðinni í 20 ár. Vafalaust hefnr hiinn oft í huga dregið mynd af fundi þeirra Jakobs og i hvert sinn hugs- að um hel'nd; hann hafði þyrst í blóð bróður síns, sem stolið hafði frá honum blessun föður sins. Eu hve miklu sætari ssBttin varð honuiu, heldur en hofnd- iu hefði getað verið. Hann i'.um að sailla var að fyrirgefa en að hefna, sælla að elaka en að hata. Bræður! vér skulum saíttasc. V6r skulum lifa í kærleika og friði hver við annan, eins og kristuum bræðrr.m ber.—"Vér limir Josú líkamans, sem iaug- ast hofum lilóði hans, í sátt og eining ættum fast með elsku hreinni' að samtengjast; því ein ör skírn og ein er von og oiu er trú á Krist, guðs son."

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.