Kennarinn - 01.09.1899, Blaðsíða 11

Kennarinn - 01.09.1899, Blaðsíða 11
—179— SKTFIKGJB. Það var í Betel, sem Jaltob hafði söð ljósstigan í draumi og guðs engla ganga þar upp og niður, þegar hann fliíði undan reiði bróðnr sins, og lagð- ist þreyttur og fullur örvæntingar til svefns út á víðavangi. Það átti því und- ur vel við, að Jakob héldi liátíðlega frelsun sína úr útlegéinni og af hendi bróður síns, með því að fara til Betel aftur og reisa þar altari og færa guði fórnir. En áður en liann gerir það lætur hann kasta burt öllurn “útlendum goðum.” öllum leifuui hjátrúar þeirrar, sem náð hi'ifðu til fólk hans i Mesa- pótamíu, og alt fólkið hrelnsar sig áður en það gengur til þessa “guðs liúss”. Guð sjálfur bauð Jakob að fara til Betel, og hjarta lians, sem nú var orðið viðkvæmt fyrir mótlætið, lilýðir fúslega skipaninni. Hin ytri hreiusun fólksins á að tákna hina innri hreinsun lijartans. Með þakklátu hjarta minnist Jakob hve vel guð hefur haldið sáttmálan og greitt götu lmns, Nú fer liann í “gtiðs liús” til að cndurnýja lieitsin og biðja guðaf öllu hjarta. Af öllutn stöðum iiins lielga lands er Bctel einn hinn kærasti. Hjarta manns tinnur skyldleika milli sín og Jakobs við Betel. Hlnn þreytti vogfarandi þráir Betel og Betels-drauminn. Hinu útlægi syndari vill flnna “guðs hús”. Sorgarbarnið langar til að fá að liorfa upp stigan, sem englar guðs ganga eftir, og fyrirheitannti föður uppi yflr sér. Tilfinningum hins þreytta og sytid- uga rnanns liefur Mrs. S. F. Adams lýst í hinuin aðdáanlega og víðfræga sálmi ortum út af draum Jakobs í Betei: “Nearer My God to Thee.” “Villist, ég vinum frá vegmóður, einn, köld nóttsé kring um mig, koddi minn steinn, heilög sé heimvon mín: hærra, minn guð, til þín, liærra til þín. “Árla ég aftur rís Ungur af beð, guðshús úr grýttri braut gliiður ég hleð. llver og ein hörmung mín hefur mig, guð, til.þín, liærra til þíu. Sjö eða átta ár voru liðin frá því að Jakob kom til Kanaanslands, en ekki hafði liann enn komið til Betel til að uppfylla það lieit, er hann vann |>ar sem unglingur á leiðinni austur. Guð sjálfur þurfti að minna hann á það. Á sama liátt fer fyrir oss. Vér glcymum fermingarlieitinu, sem vér í æsku unnum, gleymum guðs liúsi og náðarmeðulunum, gleymum að gefa guði dýrðina með trú og líferni. Guð þarf sjálfur að minna oss á )>að oft og cíð- um. Það gerir hann einatt með því að seuda oss mótlæti og sorgir. Það er oft ekki fyr en vér höfum inæðst og erfiðað og uppgeíist, að vér minnumst Betels barnatrúar vorrar og flýjum þangitð til að biðja guð. En live auðmýkj- andi þetta er fyrir oss! Að liugsa til þess, að vér ekki fáumst til að vera þar sem bezt er að vera, að vér ekki skulum vilja sinna guði, fyr en i nauðirnar rekur og vér ekki höfum önnur ráð.— Betra er að hverfa aldrei frá Betei, búa )>ar ávalt og deyja þar loka og hverfa svo inn 5 dýrðina, sem þar er uppi yflr.

x

Kennarinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kennarinn
https://timarit.is/publication/487

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.