Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 8
Presiafélagsriliö.
KJARNI KRISTINDÓMSINS
OG UMBÚÐIR.
Eftir Sigurð P. Sívertsen.
Sumum finst ef til vill nokkuð undarlegt, að talað sé um
kjarna kristindómsins og umbúðir. Eins og þar sé ekki alt
jafn mikilsvert og jafn nauðsynlegt. Kristindómurinn sé hin
æðsta opinberun og þá geti menn ekki talað um neinar um-
búðir í sambandi við hann. Alt sé þar kjarni. Alt guðdómlegt.
Á alt beri því að leggja jafn mikla áherzlu.
Kristindómsmálin ættu samkvæmt slíkum hugsunarhætti að
vera að þessu leyti gjörólík öllum öðrum málum, sem vér
þekkjum. Þegar um önnur mál er að ræða, vita allir skyn-
samir menn, að tala má um kjarna hvers máls, það sem mest
er um vert, aðalatriði málsins, það sem alt er undir komið, —
og um aukaatriði, er málið varða, sem koma þurfa til athug-
unar og gott er að rannsaka sem bezt, en sem líta má á á
ýmsa vegu og framkvæma á margan hátt, án þess að málinu
fyrir það sé nokkur hætta búin.
Allir þeir, sem vanir eru að fást við vandasöm málefni,
vita, hve afarmikilsvert það er, að blanda ekki saman aðal-
atriðum máls og aukaatriðum, rugla ekki saman því, sem er
kjarni málsins, og hinu, sem er búningur og umbúðir, eða með
öðrum orðum aukaatriði.
Við nánari athugun munu flestir sannfærast um, að aðgrein-
ing á kistindóminum og öðrum málefnum að þessu leyti, sé
ekki réttmæt.
Því að þótt öllum kristnum mönnum komi saman um, að
kristindómurinn sé guðdómleg opinberun, og það æðsta opin-
berun, þá nær hann yfir svo afarvítt svæði, að næsta óeðlilegt