Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 9
4 Sigurður P. Sívertsen: PresiafélagsritiB.
væri, að alt geti verið jafn mikilvægt, sem að kristindóms-
málunum lýtur.
Kristindómurinn er lífsskoðun, sem á að ná til alls í lífi
manna og móta þar alt, bæði hið innra og hið ytra.
En alt í lífinu getur þó ekki verið jafn mikilsvert. Sumt
hlýtur að vera meira virði en annað og eitthvað mikilsverðast.
Sumt aðalatriði, sem nauðsynleg eru með öllu. Sumt auka-
atriði, sem minna gildi hafa.
Þetta hafa menn þá líka alment viðurkent innan kristilegrar
kirkju. Þar hefir verið talað um meginkenningar kristindómsins
og um kristilegar höfuðdygðir. Sýnir það berlega, að mönnum
hefir lengi skilist, að alt væri ekki jafn mikilvægt í kristilegri
kenningu og í kristilegu líferni.
Gallinn hefir aðeins verið sá, að þrátt fyrir þessa almennu
viðurkenningu, hefir kristnum mönnum þráfaldlega veizt erfitt
að aðgreina réttilega kjarna kristindómsins og umbúðir og
meta gildi hvors um sig sem vera bæri.
Þetta sýna bezt og greinilegast deilurnar, sem þráfaldlega
hafa átt sér stað meðal kistinna manna, einstaklinga og kirkju-
deilda. Því að oft og tíðum hafa þær deilur ekki verið um
þau atriði, er telja ber til kjarna kristindómsins, heldur um
ýms aukaatriði, sem gjörð hafa verið að aðalatriðum, og með
því rangt mat lagt á kristindómsmál þau, sem um var deilt.
Á þennan hátt hafa kristnir menn þráfaldlega staðið andvígir
hverir gegn öðrum, — og það menn, sem í raun og veru
stefndu að sameiginlegu markmiði, og því að réttu lagi hefðu
getað og átt að vera samverkamenn.
Allar þessar deilur eru að vísu vottur um frjálsa hugsun
manna og vissan áhuga á kristindómsmálunum. Því að þegar
svo var »byrgt fyrir allar smugur, er legið gætu til frjálsrar
hugsunar, að engra hræringa var að vænta*,1) urðu engin
dæmi fundin um beina trúvillu og deilur lögðust niður af
sjálfu sér.
En þótt deilurnar séu merki þess, að menn hafi hugsað um
1) Sbr. dr. Páll E. Ólason: „Menn og menntir" III, bls. 686.