Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 12
Prestaféiagsritio. Kjami kristindómsins og umbúðir. 7
En fagnaðartíðindi um hvað? — munu menn spyrja.
Upp á það gefur Nýja testamentið einnig greinilegt svar.
Það talar annars vegar um fagnaðarboðskap Jesú um Guð
og ríkið, — og hins vegar um fagnaðarboðskapinn um Jesú.
1 upphafi Markúsarguðspjalls er talað um fagnaðarboðskap-
inn um Guð, en í fjórða kapítula Matteusarguðspjalls er talað
um fagnaðarboðskapinn um ríkið.1)
Samkvæmt þessu er aðalkjarni fagnaðarboðskapar þess, er
}esú flutti mannkyninu, um Guð og ríki hans.
Það er boðskapurinn um föðureðli Guðs, um algerleika
kærleika Guðs, og um ríki Guðs, konungsyfirráð hans yfir
þeim mönnum, er þrá að gjöra vilja hans.
En jafnframt því að kjarni kristindómsins þannig er fólginn
í fagnaðarboðskap ]esú um það, hvílíkur Guð sé og hvert
hann stefni með hvern einstakling og mannkynið í heild, hver
skilyrði þurfi frá mannsins hálfu til þess að því takmarki verði
náð, hvert lögmál gildi þegar um vöxt og viðgang guðsríkis-
ins sé að ræða, og hvílík hamingja sé því samfará að komast
undir yfirráð Guðs, sem barn himneska föðurins, — jafnframt
þessu hafa kristnir menn frá elztu tímum fundið til þess, að
kristindómurinn líka var fagnaðarboðskapurinn um Jesú.
Ekki aðeins frá Jesú, heldur einnig um hann.
Þannig byrjar Markúsarguðspjall í nýjustu þýðingu vorri
með orðunum: »Upphaf fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist*.
Þó er sú þýðing vafasöm, því að orðrétt stendur þar: »Upp-
haf fagnaðarboðskapar Jesú Krists«, eins og þýtt er í Nýja
testamentis-útgáfunni 1906.
En þýðing þessa staðar skiftir engu máli í þessu sambandi,
því að bæði af Postulasögunni og af bréfum Nýja testament-
isins er fyllilega ljóst og ómótmælanlegt, að það sem öllu öðru
fremur einkendi prédikun frumsafnaðarins, var, að hún var
Kristsprédikun.
Fagnaðarerindi Jesú um Guð og ríki hans varð þannig
snemma innan kristninnar að fagnaðarerindinu um jesú og
1) Mark. 1, 14.; Matt. 4, 23. og 9, 35.; sbr. Lúk. 8, 1.