Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 14
PrestaféiagsritiB. Kjarni kristindómsins og umbúðir. 9
hefði mist kraft sinn og orðið áhrifalítið, þar sem trygginguna
fyrir sannleika þess hefði þá vantað. —
— Nú hefi ég talað um kristindóminn sem þekkingu og
sný mér að hinu atriðinu, að tala um kristindóminn sem líft
Iíf í samræmi við fagnaðarerindi Jesú.
Hvað er þar kjarninn? Hvað er mest um vert, þegar um
kristindómslífið er að ræða?
Þar þarf ekki heldur Iengi að leita til þess að fá svar.
Vér förum auðvitað aftur til Nýja testamentisins og þá fyrst
og fremst til prédikunar ]esú sjálfs.
Hvað kennir ]esús þá að sé kjarni og aðalatriði kristin-
dómslífsins, lífs þeirra manna, sem teljast vilja lærisveinar hans
og börn föðurins kærleiksríka?
Kenning ]esú um þetta efni er ótvíræð. ]esús leggur þar
aðaláherzluna á kærleikann. Kærleikurinn er kjarninn, hið
æðsta og göfugasta í lífi hvers kristins manns.
En kærleikur kristins manns á að vera tvíþættur.
Annars vegar er kærleikurinn til föðurins himneska. Læri-
sveinn Krists á að líkjast meistara sínum og frelsara í því að
elska Guð af öllu hjarta, allri sálu, öllum huga, og öllum
mætti (Mark. 12, 28. nn. og hliðst.).
Sá kærleikur á að birtast í trúnaðartrausti og í tilbeiðslu í
anda og í sannleika, og í einlægri ástundun á að gjöra í öllu
vilja föðurins himneska.
Hins vegar er kærleikurinn til náungans. Kristinn maður á
að elska náungann eins og sjálfan sig (Mark. 12, 31.).
Og með því er ekki átt við eigingjarnan kærleika, heldur
elsku, sem stefnir til æðstu fullkomnunar.
Þetta sést bezt af ummælunum í Matt. 5, 48., þar sem ]esús
bendir lærisveinum sínum á æðsta markmiðið og segir: »Verið
þér því fullkomnir, eins og yðar himneski faðir er fullkominn*.
Þetta sést einnig greinilega af ummælum ]esú um hinn
þjónandi kærleika. »Ef einhver vill vera fremstur, þá sé hann
síðastur allra og þjónn allra« (Mark. 9, 35.).
Með berum orðum er þetta einnig tekið fram í orðum ]esú
í ]óh. 13, 34. n.: >Nýtt boðorð gef eg yður: Þér skuluð elska