Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 15
10
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
hver annan, á sama hátt og eg hefi elskað yður, — að þér
einnig elskið hver annan. Af því skulu allir þekkja, að þér
eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars«
(sbr. ]óh. 15, 12.).
Fagurlega leggur höfundur 1. ]óh. bréfs áherzlu á þetta
sama í anda Krists. Hann segir: »Vér vitum, að vér erum
komnir YÍir frá dauðanum til lífsins, af því að vér elskum
bræðurna. Sá sem ekki elskar, er áfram í dauðanum* (3, 14.).
Og ennfremur kemst hann svo að orði: »Þér elskaðir, elskum
hver annan, því að kærleikurinn er frá Guði kominn, og hver
sem elskar, er af Guði fæddur og þekkir Guð, því að Guð
er kærleikur* (4, 7.).
Samkvæmt því sem sagt hefir verið ætti þá ekki að þurfa
að deila um það, hvað sé kjarni kristindómsins. ]esús, sjálfur
höfundur kristindómsins, gefur oss örugga og ótvíræða leið-
beiningu um, að kjarni kristindómsins sé fagnaðarerindið um
kærleika Guðs, og að kristinn sé sá, sem lifir í samræmi við
það fagnaðarerindi með einlægan kærleika í huga, kærleika
til Guðs og kærleika til mannanna, kærleika til alls, sem lifir,
til alls, sem gott er og fagurt.
Trúar- og kærleikslíf í Jesú eftirbreytni, og í samræmi við
prédikun hans, — það er kjarni kristindómsins.
En allur kjarni þarf umbúðir og svo er einnig um kristin-
dómslífið. Lífið þarf ávalt að klæðast einhverjum búningi. —
Hugsanir og tilfinningar og viljaframkvæmd einstaklings og
heildar, — alt þarf það sinn búning að birtast í. Sá búningur
getur verið með ýmsu móti, getur verið misgóður eða heppi-
legur, en einhver hlýtur hann ávalt að vera. Lífið verður ávalt
að birtast í einhverri ákveðinni mynd.
En hverjar eru þá umbúðirnar utan um kjarna kristin-
dómsins? — munu menn spyrja.
Hvað er það, sem teljast megi til búnings eða umbúða
kristindómsins?
Vér skulum þar aftur hafa í huga það sem hér á undan