Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 17
12
Sigurður P. Síverfsen:
Prestafélagsritiö.
Kristnir menn, sem hafa verið samhuga um að kristindóm-
urinn sé fagnaðarerindið um ]esú sem son Guðs og sendi-
boða, hafa klætt þessa kenningu í svo margvíslegan búning,
að altaf orkar tvímælis, að rétt sé orðað, og ávalt er verið
að orða þetta á ný og skýra á nýjan hátt. Og þannig mun
það einnig verða um ókomnar aldir. Þótt kjarninn sé óbreyti-
legur, breytast sífelt umbúðirnar.
Af þessu leiðir, að hver einstakur trúarlærdómur hefir sína
sérstöku sögu, og saga sumra kenninganna er löng og fróð-
legt að sjá, hve breytileg framsetningin getur verið og mis-
munandi þau atriði, er hver tími leggur mesta áherzlu á.
Þannig er því varið með kristindómskenninguna, en eins er
því varið með kristindómslífið.
Kristindómslífið hlýtur einnig að skapa sér sinn búning.
Guðssamfélagið mótast á ýmsan hátt á hinum ýmsu öldum
og stöðum. Við það myndast helgisiðir og trúarvenjur, sem
sífelt eru að breytasf, eftir því sem hver tími fellir sig bezt
við, — eftir þrá og þörf og aðstæðum. Þótt óbreytilegur kjarni
sé sá, að tilbiðja beri Guð í anda og sannleika, birtist þó
guðstilbeiðslan, lotningin fyrir Guði, elskan til Guðs, sífelt í
nýjum myndum.
Hið sama á sér stað um kærleikann til náungans. Allir vita
á hve margvíslegan hátt hann getur birzt.
Hann getur birzt í fyrirgefningu, í mildi í dómum, í velgerð,
í viðmóti, í fyrirbæn. En alt þetta verður að vera runnið frá
kærleiksríku hugarfari.
Alt er þetta búningur kærleikshugarfarsins, þegar það verður
að yiljaframkvæmd.
Ollum er oss kunnugt um, hve sá búningur getur verið
margvíslegur og breytilegur með tíð og tíma, hvort sem litið
er til einstaklings eða heildar.
011 heimfærsla kristindómsins í einstökum atriðum, bæði
þegar um trú og siðgæði er að ræða, og öll kristindómsstarf-
semi, hvort sem er starfsemi einstaklingsins í kyrþey eða opin-
ber félagsstarfsemi kirkjufélaganna inn á við eða út á við, er
alt bundið þeim myndum, þeim búningi eða umbúðum, sem