Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 19
14
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritiö.
Upp á það vildi ég láta undanfarandi hugleiðingar gefa svar.
Svar mitt er svolátandi:
Festa og eining á að ríkja meðal kristinna manna um alt
það, er talist getur til kjarna kristindómsins.
Um öll aðalatriði kristindómsins, bæði í kenningu og lífi,
eiga kristnir menn að sameinast, styðja hverir aðra, og sýna í
orði og verki, að þeir séu allir eitt.
Allir eitt í því að tilbiðja föðurinn í anda og sannleika.
Allir eitt í því að tigna Krist sem konung sinn og frelsara.
Allir eitt í því að aðhyllast siðgæðishugsjónir kristindómsins
og láta sér ant um að lifa þeim samkvæmt.
Allir eitt í því að útbreiða fagnaðarerindi Krists meðai
manna, meðal allra þeirra, er þeir ná til.
Allir eitt í því, að halda fast við »barnatrú« sína í þessari
merkingu. Halda fast við innilegt guðssamfélag, bæn og til-
beiðslu. Og yfirgefa aldrei hinar háleitu hugsjónir kristindóms-
ins, hvernig sem aðstæður lífsins eru og hvernig sem andar
úr öðrum áttum.
í þessu á festan og einingin að koma fram, en frelsið í
hinu, sem heyrir til búnings eða umbúða kristindómsins.
Því að þótt kristnum mönnum sé ætlað að verða eitt í trú,
von og kærleika, er þeim ekki ætlað öllum að verða eins.
Slíks er alls ekki af þeim krafist.
Frelsari vor leit fyrst og fremst á hjartalagið hjá þeim
mönnum, er kyntust honum og voru samtímamenn hans.
Eftirtektarvert er það, hversu hann ávalt beinist að aðal-
atriðunum, en lætur aukaatriðin liggja.
Hann gefur lærisveinum sínum meginreglur um trú og sið-
gæði, en lætur alt frjálst um hitt, hvernig framkvæma eigi
meginreglurnar í hversdagslífinu.
Hann gjörir aldrei aukaatriði að aðalatriðum, og hrindir
aldrei neinum frá sér, ef hann finnur hugarfar iðrunar og
trúar, hversu ófullkomin sem þrá hjartans kann að hafa verið.
Hið sama virðist vaka fyrir Páli postula, er hann talar um,
að alt sé leyfilegt kristnum manni, en ekki sé alt gagnlegt.
Alt sé leyfilegt, en ekki uppbyggi alt (1. Kor. 10, 23.). Þarná