Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 22
17
PrestaféUgsritið. Kjarni kristindómsins og umbúðir,.
Áður en hann svarar þessum spurningum til samvizku sinnar,
reynir hann fyrst að rannsaka og gjöra sér ljóst, hvað sé
aðalatriði og hvað aukaatriði í hinu nýja, hvaða kjarni felist
þar bak við.
Ef hann eftir slíka rannsókn getur svarað nefndum spurn-
ingum játandi, verður hann að skoða sig frjálsan til að hag-
nýta sér það í hinu nýja, er hann telur til góðs, jafnframt því
að hann hlýtur að telja skyldu sína að vara við öllum öfgum
og öllu óhollu, er kann að vera í fylgd með nýjungunum.
En fari svo, að rannsókn mannsins leiði hann til að svara
neitandi nefndum spurningum, ef honum finst hið nýja leiði
sig frá þeim Guði, sem Jesús Kristur kendi oss að þekkja
og tilbiðja, og hefur ástæðu til að álíta, að það leiði aðra í
sömu átt, kæli, en lífgi ekki, leiði í ranga átt, en ekki rétta,
— þá er ekki aðeins eðlilegt að maðurinn sé hinu nýja mót-
fallinn, heldur verður hann beint að skoða það skyldu sína.
Þar verður festa hans að birtast.
Aðeins verður hann vandlega að gæta þess, að láta engin
persónuleg hjámið, engar óhreinar hvatir og enga fljótfærni,
ráða dómi sínum.
Meðan ég dvaldi í Englandi sumarið 1923, las ég í árbók
»kongregazíónalista«1) ágæta ritgjörð um frelsi í trúmálum,
skoðað frá sjónarmiði þessara fríkirkjumanna. Segir höfundur,
að þeir fríkirkjumenn séu ófúsir á að binda sig nokkurri
trúarjátningu, þótt þeir meti mikils viðleitni þá til að fá festu,
sem sé í huga þeirra, er binda vilja menn við trúarjátningar.
»Kongregazíónalistar« vilji einnig festu í trúmálunum, eins og
enskir þjóðkirkjumenn. Það sem beri á milli sé ekki það, að
aðrir vilji hafa frelsi, en hinir festu, heldur hitt, að biskupa-
kirkjan vilji ná festunni með því að allir játi sömu trúarjátn-
ingum, gangist undir sama kirkjufyrirkomulag og hafi sömu
helgisiði. Þar á móti vilji »kongregazíónalistar« hafa alt slíkt
1) „The congregational Vear Book“ 1922.
2