Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 23
18
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
frjálst, en ná festunni með því að drekka í sig kenningu
Krists og anda hans.
Þarna er gott dæmi þess, hvernig kirkjufélög, sem bæði
óska að stefna að því að fá meðlimi sína til að tilbiðja Guð
í anda og sannleika, geta litið ólíkt á það, hvernig kristilegri
festu eigi að ná í kirkjufélagi og hjá hverjum einstaklingi.
Önnur stefnan leggur áherzlu á ytri festu fyrir ytri bönd.
Vill hafa fastar venjur, sem eins séu fyrir alla, fastbundið
kenningarform, og alt fyrirkomulag í fastákveðnum skorðum.
Hyggur að slík ytri festa sé til hins mesta gagns fyrir kristna
menn og skapi festu hið innra.
Hin stefnan vill forðast öll ytri bönd, telur þau fremur til
skaða en til gagns, en vill stefná að innri festu með því að
fá menn til að bindast Kristi af frjálsum vilja. —
Reynslan sýnir, að hvorttveggja getur þetta farið út í öfgar,
bæði ytri festan og frelsið.
Annars vegar er sú hætta, að andinn sljófgist og verði
fjötraður af ytri böndum og föstum venjum.
Hins vegar er sú hætta, að menn freistist til að fyrirlíta
heilbrigðar venjur og einangri sig frá öðrum af hræðslu við
öll ytri bönd og formur.
Kristilegt uppeldi þarf að stefna að því, að forða mönnum
frá báðum hinum nefndu hættum, en gjöra samvizku manns-
ins bæði frjálsa og þó jafnframt fasta fyrir og örugga, þannig,
að hjá hverjum fullveðja kristnum manni sameinist frjáls
hugsun og innileg trú.
Þegar um slíkt uppeldi er að ræða, geta ytri bönd og fastar
venjur haft sína þýðingu. En mest um verd eru þó innri
böndin, á því getur enginn vafi leikið.
Mest um vert er að vera höndlaður af Kristi (Fil. 3, 12.),
bundinn honum og kærleikslögmáli hans.
Þar er frelsi, — frelsi til alls, nema þess sem ilt er. Þar
er einnig festa, ekki fyrir áhrif ytra lögmáls, heldur fyrir
áhrif kærleika og kærleikshlýðni hins innra manns.
Til þessa á kirkjan að hjálpa mönnum, — hjálpa þeim til að
drekka í sig kenningu Krists og anda hans, öðlast *huga Krists*.