Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 24
Prestaféiagsritio. Kjarni kristindómsins og umbúðir.
19
Páll postuli er gott dæmi þessa.
Hann var ekki bundinn af trúarjátningum, né af ytra lög-
máli, né af neinu bókstafsvaldi. »En vér höfum huga Krists«
(1. Kor. 2, 16.), getur hann skrifað til Korintumanna. Og hann
segist vera höndlaður af Kristi og að Kristur lifi í sér
(Gal. 2, 20.).
Þaðan kom honum festan og öryggið, og frelsið til alls
þess, er verið gat til uppbyggingar (1. Kor. 6, 12.; 10, 23. n.).
Guð gefi að þetta tvent mætti fagurlega sameinast hjá oss
Islendingum: fre/sið og festan í trúmálum.
Stefnum að festu í öllum aðalatriðum, um fram alt að festu
í innilegri guðstilbeiðslu og í því að hafa kærleikshugsjónir
kristindómsins sífelt fyrir augum í allri breytni vorri.
En lærum að neyta frelsis þess, sem kristnum mönnum
er gefið, oss og öðrum til uppbyggingar, en aldrei til neins
þess, sem gagnstætt er fagnaðarerindi Krists og hans anda.
Og reynum að láta oss skiljast æ betur og betur, að sá
er kristinn, sem snýr baki við synd og spillingu, en tekur
við náð guðs með lotningu og trausti, og lætur elsku Guðs
leiða sig til að elska hann á móti og elska mennina og alt
sem gott er.
Að sá er kristinn, sem veit sig elskaðan af æðsta kær-
leiksvaldinu, — þrátt fyrir brot sín og bresti, — veit sig
elskaðan að fyrrabragði, elskaðan án allrar verðskuldunar, og
finnur sig höndlaðan af þessu kærleiksvaldi og knúðan til að
elska aftur á móti, ekki aðeins með orði og tungu, heldur í
verki og sannleika.