Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 25
Prestafélagsritið.
BÚDDHA 00 ANDASTEFNA HANS.')
Eftir séra Ragnar Ofeigsson.
Á öllum tímum og með öllum þjóðum eru og hafa verið til
draumóramenn, sem dreymir um hulda dóma tilverunnar. Á
öllum tímum og með öllum þjóðum hafa og verið til heila-
brotamenn, sem reynt hafa að ráða gátur hinnar torskildu
tilveru. En hvergi hefir mannsandinn leitað meir að úrlausn
tilverugátunnar en á Indlandi. Áður en sagt verður frá Búddha
og starfsemi hans, verður að fara fám orðum um andlega
fortíð Indverja. Hinir fornu Indverjar nefndu sig Aría — sem
merkir tigna menri eða eitthvað á þá leið. Frá norðvestri
réðust þeir inn í Indusdalinn og brutu alt landið undir sig.
Þó að fátt sé kunnugt um þessa fornaldarmenn, vita menn
þó nokkuð um trúarhugmyndir þeirra af æfagömlu kvæðasafni
frá um 1500 fyrir Kristsburð, sem heitir Rigveda. Má geta
sér til, að á meðal þeirra hafi tíðkast náttúrudýrkun á þessu
elzta tímabili. Sól og máni og stjörnur himins, morgunroðinn
og önnur fyrirbrigði náttúrunnar hófu sálir þeirra til sín.
Trúarástand það, er Rigveda segir frá, er þó fortíðarástand,
þegar kvæðabálki þessum var safnað um 1500 f. Kr. eins og
fyr segir. Á þessu elzta tímabili, sem menn þekkja, virðist
fórnin hafa verið í miklu áliti sem lykill að hylli guðanna.
Álitu menn að guðirnir lifðu af fórnunum, en endurgyldi með
ríkulegri uppskeru og öðrum fríðindum, sem koma sér vel í
lífinu. Fórnin var þannig ekki guðræknisvottur hins trúaða
1) Athgr. um framburÖ sanskrítorðanna hér í ritgjörÖinni: j er borið
fram sem dsch eÖa ds; c = tsch eöa ts; y = ísl. j.