Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 32

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 32
Prestafélagsritið. Búddha og andastefna hans. 27 ann, hví maður þessi væri svo annarlegur og fékk sanna fræðslu um það. Siddhartha spurði aftur, hvort ellin væri þá ættarfylgja mannsins eða kynfylgja eða sérstakt hlutskifti hans (Dharma), eða hvort ellin væri sameiginlegt hlutskifti allra manna. Og er vagnstjórinn sagði, að ellin beygði alla menn, fékk konungssonurinn ógleði mikla og hvarf heim aftur. Oðru sinni fór hann í skemtiför og sá þá fyrst dauðsjúkan mann, sem ekki fékk af sér borið. Fór alt á sömu leið. I þriðja sinn fór hann enn í skemtiferð og varð þá á vegi hans dáinn maður á líkbörum, en umhverfis hann stóðu ást- vinir hins látna harmþrungnir. Þá spurði konungssonurinn, sem enn eigi þekti dauðann né skildi þýðingu hans, hver og hvílíkur það sé, er hvíli á börum þessum. En vagnstjórinn mælti: »Það er dáinn maður, sem yfirgefið hefir föður og móður, börn og eiginkonu, til þess að hverfa yfir í annan heim«. Þá varð konungssonurinn harla hryggur og harmaði forgengileik æskunnar og lífsins, þjáningar elli, sjúkdóma og dauða, og bauð vagnstjóranum að hverfa heimleiðis aftur. I fjórða sinn fór hann enn og varð þá fyrir honum betlimunk- ur í meinlætaklæðum, fyltur mildum friði og sálarrósemi og hafði vígt Iíf sitt helgu hreinlífi. Siddhartha spurði hver og hvílíkur sá væri, er frammi fyrir þeim stæði með ölmususkál í höndum sér. Vagnstjórinn mælti: »Það er betlimunkur (Bhiksu), sem afneitað hefir holdsfýsnum og heimsgleði, laus við ástríð- ur og hatur leitar hann eins í lífinu — friðar sálu sinni«. Þá varð konungssonurinn harla glaður og hrósaði sjálfsafneitun, sem leiði ekki aðeins til eigin hjálpræðis, heldur og til hjálp- ræðis öðrum mönnum. Þannig segir í helgisögunni. Sagt er áð konungurinn faðir hans hafi viljað aftra heimsflótta hans og vakað yfir honum langa hríð. Þá er sagt, að Bodhisattva, þ. e. hinn verðandi Búddha, hafi komið í svefnklefa konungs föður síns um nótt og beðið hann fararleyfis. Konungur bað hann grátandi að skilja ekki við sig og hét honum öllu, sem aðrir menn girnast helzt, ef hann vildi vera hjá sér um hríð. En Siddhartha mælti við föður sinn: »Eg vil biðja þig fjögra bóna, faðir minn, ef þú getur uppfylt óskir mínar, vil ég alla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.