Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 33
Prestafélagsritið.
28 Ragnar Ófeigsson:
æfi hjá þér una og hygg ekki á brottför. En óskir þessar
eru: Eilíf æska, sem elli fær ekki bugað, ófölnandi fegurð,
heilbrigði, sem sjúkdómar fá ekki grandað og ævarandi líf,
sem dauðinn fær ekki sigrað«. En konungur játaði, að hvorki
hann né nokkur annar máttur gæti svalað þessari þrá. Þá
spurði Bodhisattva, hvort hann gæti þó ekki veitt sér eina
bón — þá, að þegar hann skildi við þetta líf, að firra sig
endurkomu í heiminn. Þá játaði konungur að fullu vanmátt
sinn — barðist gegn föðurelsku sinni og kvaðst eigi myndi
berjast gegn fyrirætlun æðri máttar — en láta soninn fara í
friði til hjálpræðis öllum heimi. Næstu nótt er sagt, að kon-
ungssonurinn hafi yfirgefið heimili sitt og ástvini. Með leynd fór
hann að heiman um miðnæturskeið. Vagnstjóri hans reyndi
að aftra honum, svo mælandi: Æskan lofar öllu fögru, hún
er tími gleðinnar. Þá ber oss að njóta lífsins — síðar, í ell-
inni, er nógur tími til að hyggja á hreinlífi og heimsafneitun.
En Bodhisattva mælti: »Vissulega, Kandaka, — hverfular eru
gleðisfundir æskunnar — þær líkjast rennandi bergvatni,
haustskýjum sem breyta sér í ýmsar myndir og leysast upp
á næsta augnabliki — hinum snöggu stjörnuleiftrum á nætur-
himni, froðubólu á vatni, hillingum í eyðimörku, töfrablekk-
ingum Voganna og draummyndum. Fyrir afvegaleiðslu vitund-
arinnar eru þær mikilsmetnar þessar hvikulu nautnir, erfitt er
að komast yfir þær, eins og hið mikla haf, þorstavekjandi eins
og hinn salti sjór — hættulegar að hreyfa við eins og högg-
ormshöfuð«. Því næst fóru þeir út úr borginni. Þannig er
lýst »hinum mikla viðskilnaði« — eins og komist er að orði í
helgiritunum.
Eftir brottför sína að heiman reikaði Qátama — eins og
Siddhartha nú var nefndur — um sem betlimunkur. Qát-
ama virðist hafa verið ættarheiti hans. Var um hríð á vegum
tveggja lærifeðra eða Brahmana, en hvarf frá þeim aftur. í
sjö ár iðkaði hann meinlæti svo freklega, að um skeið var
hann alt að dauða kominn. Þá skildi hann að meinlæti var
eigi vegurinn til lausnar — og lét því af föstum og mein-
lætum. Þá er sagt frá andlegri baráttu hans — viðureign