Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 39
Prestafélagsritiö.
34 Ragnar Ófeigsson:
Á vissu stigi hugleiðslunnar starfar andinn á vissu andlegu
sviði og vitundin þá bundin við það svið. Á næsta stigi hverfur
andinn frá því sviði yfir á annað svið og vitund sú, er bundin
var við hið fyrra svið, sloknar út, en andinn vaknar til vit-
undar á hinu næsta o. s. frv. I þessu ástandi sér Búddha og
Búddhistinn fjölda æðri vera eða guða, sem hafast við á viss-
um sviðum. í hugleiðslunni hefur andinn sig upp á svo og svo
mörg svið og á hverju sviði hafast við starfandi verur og
þessar verur lifa í samræmi við þau lögmál, sem ríkja á sviði
þeirra. Búddha lýsir þeim guðum og sviðum þeirra, sem hann
hefir séð í hugleiðslu og eru það þessir: 1. Hinir fjórir heims-
drotnar (Maharaja) og alt þeirra lið. 2. Hinir 33 guðir með
Indra í broddi fylkingar. 3. Vama-guðir (dánarguðir). 4. Túsita-
guðir. 5. Guðir Brahmahimins. 6. Abhassaraguðirnir (geisla-
guðirnir) o. fl. Allar þessar verur eru hafnar yfir svið hins
holdlega. Þær birtast andanum í hugleiðslu, þegar vitundin er
horfin frá efnisheiminum. Það hefir verið sagt og það með
sönnu, að Búddhisminn þekti enga guði á borð við guði fjöl-
gyðistrúarmanna. Þessar verur, sem nefndar eru deva á sans-
krít, eiga í rauninni ekkert sameiginlegt við guði t. d. Grikkja
og Rómverja nema nafnið; því að deva og deus er sama orðið
og upphaflega sömu þýðingar. Allar þessar verur eiga sér
heimkynni á vissum sviðum — himinsviðum — og eru háðar
þeim, en andlegt ásigkomulag þeirra býr þeim stað. Og eftir
dauðann hverfa og margar mannssálir á svið þeirra. Réttara
væri að líkja guðum þessum við engla Nýja testamentisins,
enda hafa sumir þýðendur þýtt orðið deva með engill.
Búddhisminn, þ. e. hinn upphaflegi, þekkir enga guðsdýrkun
og eigi biður Búddhistinn til guðs eða guða. Þeim, sem eigi
geta hafið sig upp á svið himnanna í hugleiðslu, eru guðir
þessir enginn veruleikur. Þó er talið að þessar æðri verur
finni til með mönnum og fylgi með athygli andlegri baráttu
manna og viðleitni til sálubóta. I sögu Búddha er víða sagt
frá afskiftum guðanna af lífi hans, svo sem við fæðingu hans,
við skilnað hans og freistingu — þegar hann varð Búddha —