Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 49
44 Sigurður P. Sívertsen: Presfafélagsriliö.
Ástæðan fyrir því, að ég hreyfi þessu máli hér er sú, að
mér berast fregnir um það víðsvegar af landinu, að heimilis-
guðrækninni sé að fara aftur.
Húslestrar segja menn, að víða hafi lagst niður á síðari
árum, bæði sunnudaga- og kvöldlestrar, og ýmsir staðhæfa
að bænalífi einstaklinganna sé mjög ábótavant og að helgar
venjur um að kenna börnum bænir séu víða mjög vanræktar.
Hér er því alvörumál á ferðum. Því að hraki heimilisguð-
rækninni, er trúarlífi þjóðarinnar veruleg hætta búin. Á heim-
ilunum er undirstaðan lögð undir trúar- og siðgœðislíf hvers
manns. Þar er trúartilfinningin vakin og hlynt að trúarvitund
hvers eins, á því skeiði æfi hans, þegar sálin er móttækileg-
ust og viðkvæmust fyrir öllum áhrifum. Á heimilunum fær
samvizka mannsins fyrstu uppeldis-áhrifin, þau áhrif, sem dýpst
móta hugi flestra og varanlegust reynast í lífinu.
Reynslan sýnir, að heimilisguðrækni og heilagar venjur eru
mikilsvert meðal til þess að glæða og örfa trúarþrá og sið-
gæðisvitund hvers manns.
Það er almenn reynsla kristinna þjóða, að hvergi hafi andi
kristindómsins ráðið meiru en á kristnum heimilum, þar sem
guðrækni hafi ríkt og mótað heimilislífið.
Slík heimili hafa öllum öðrum fremur verið miðstöðvar
góðra áhrifa, sem hafa sent frá sér ómetanlega blessunar-
strauma til annara svæða mannlífsins.
Frá góðum og guðræknum heimilum hafa flestir þeir verið,
sem mestir og beztir menn hafa reynst í mannlífinu.
Á heimilum þeirra hefir grundvöllurinn verið lagður, því
sæði verið sáð, sem ávexti hefir borið í lífinu.
Sérstaklega er þetta eftirtektarvert um þá menn, sem^skarað
hafa fram úr á trúar- og siðgæðissviðinu. Á heimili sínu
drukku þeir í sig áhrif, sem síðar urðu þeim ógleymanleg og
sem knúðu þá inn á hina góðu braut og voru þeim bezta
vörnin gegn tálsnörum og freistingum heimsins.
Þetta er almenn reynsla. En hvergi hafa heimilin þó haft
meiri þýðingu í þessa átt, en þar sem strjálbygt er og sam-
göngur erfiðar. Þar verður hver og einn að búa að miklu