Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 50
Prestaféiagsrítiö. Heimilisguðrækni. 45
leyti að því, sem heimilið hefir að bjóða, miklu fremur en þar
sem hægt er að koma saman og sækja guðsþjónustur í sam-
einingu og hafa ýmislegan félagsskap um trúmál.
Af þessu hlýtur öllum að vera ljóst, hvílík hætta væri á
ferðum hér hjá oss, ef heimilisguðrækninni hnignaði æ meir.
Flestir munu skilja, að ekkert getur komið í hennar stað
víðast hvar á landi hér.
Þótt almennum guðsþjónustum fjölgaði mikið frá því sem
nú er, gætu þær alls ekki komið í stað heimilisguðrækninnar.
Andlegu lífi hvers manns er líkt varið og því líkamlega að
því, að hvorttveggja þarfnast næringar, og það ekki aðeins
endur og sinnum, með löngu millibili, heldur daglega og það
oftar en einu sinni á dag.
Öllum skilst þörfin á daglegri næringu, þegar um líkamann
er að ræða. En á hinu gengur mörgum erfiða að átta sig,
að hættulegt sé að svelta sálu sína og synja henni þeirrar
fæðu, sem þroskar líf hennar í æðstu merkingu, trúar- og
siðgæðislífið.
Slíka næringu flytur dagleg heimilisguðrækni sálu mannsins.
Við hana andar maðurinn að sér náð Guðs, drekkur í sig
vilja hans, svo að sálin megi verða frjáls og sterk og óháð
hinu ytra og hverfula, megi þroskast og dafna fyrir áhrif Krists,
fyrir áhrif kenningar hans og lífernis, dauða hans og upprisu,
— dafna sem barn þess föður, er Kristur kendi oss að elska,
hlýða og treysta.
An daglegs guðssamfélags, án daglegrar uppbyggingar, má
enginn búast við að innri maður hans taki miklum framförum
og þroska.
Þótt einhver sækti allar guðsþjónustur safnaðar síns, en
vanrækti daglega uppbyggingu sína með bæn og tilbeiðslu,
tnyndi sál hans skorta næringu og hið bezta í eðli hans ekki
ná eðlilegum þroska.
Engum manni getur nægt sú guðsdýrkun, sem opinberar
Suðsþjónustur safnaðar hans bjóða honum að taka þátt í. Til
þess eru þær of strjálar, að minsta kosti eins og þeim er háttað
hér hjá oss. Einnig er þess að gæta, að þær geta aldrei