Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 51
46
Sigurður P. Sívertsen:
PrestafélagsritiD.
verið að sama skapi sniðnar við hæfi hvers einstaklings, mið-
aðar við hans aðstæður og einstaklingseinkenni og hæfileika,
eins og hin daglega guðrækni mannsins á heimili hans.
Með þessu er ég ekki að halda því fram, að heimilisguð-
ræknin eigi eða geti útilokað almenna guðsþjónustu eða gjört
hana óþarfa.
Síður en svo.
Því er þvert á móti svo farið, að hið nánasta samband er
á milli þessarar hvorutveggju guðsdýrkunar.
Heimilisguðræknin býr menn undir að geta réttilega tekið
þátt í guðsþjónustu safnaðarins.
Guðsþjónusta safnaðarins getur aftur á móti leiðbeint á
margan hátt, örfað og hvatt og veitt hjálp til meiri innileika
í guðrækninni daglegu á heimilinu.
Hvort styður annað, ef rétt er stefnt.
Hver kristinn maður verður að uppalast til að geta verið
sinn eiginn prestur að miklu leyti.
Hann verður sjálfur að læra að leita sér svölunar í lindinni
beztu, í uppsprettunni, þar sem unt er að drekka í sig anda
Krists og áhrif. Hann verður sjálfur að reyna að skilja ætl-
unarverk það, sem Guð vill að starfsemi hans stefni að og
markmið það, sem honum ber að keppa að. Sjálfur verður
hann að lauga sálu sína í náð Guðs og læra tilbeiðslu, lof-
gjörð og þakklæti, og að bera allar sínar bænir fram fyrir
föðurinn himneska með réttu guðsbarnahugarfari.
Er. jafnframt er örugg reynsla fyrir því, að menn geta orðið
móttækilegri fyrir áhrif ritningarinnar, bænin orðið víðfeðmari
og blessun Guðs streymt ríkulegar yfir menn bæði við áhrifa-
miklar heimilisguðsþjónustur og við fjölsóttar og viðhafnar-
miklar safnaðarguðsþjónustur.
Alt þetta þrent þarf því að vera samfara: guðsdýrkun ein-
staklingsins í einrúmi á heimili hans, guðsdýrkun hans í sam-
félagi við aðra heimilismenn og guðsdýrkun hans á samkom-
um safnaðarins.
Ekkert af þessu má vanrækja, ef trúarlíf mannsins á ekki
að dofna eða verða einhliða.