Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 52
Prestafélagsritiö.
Heimilisguðrækni.
47
Um það geta menn ef til vill deilt, hvern af þessum liðum
sízt megi missa; hvort meiri skaði sé, að safnaðarguðsþjón-
ustunum sé ábótavant og mörg séu messuföllin, eða að heim-
ilisguðræknin legðist víða niður í einhverjum söfnuði eða yrði
aðeins fyrir siða sakir.
Mér er vel ljóst, hvílíkt tjón það er fyrir trúrækni og sið-
gæði þjóðar vorrar, og hvílíkt sorgar- og áhyggjuefni það er
og hefir lengi verið öllum kristindómsvinum, hve fáar og fá-
sóttar guðsþjónustur eru í mörgum af prestaköllum lands vors.
En þó er hnignun heimilisguðrækninnar enn ægilegri t
mínum augum og enn greinilegri vottur um raunal^gt kristin-
dómsástand í landi voru. Það er rétt, sem séra Valdimar Briem
segir um þetta 1894 (í Kbl. bls. 180). Hann heldur því fram,
að það sé enn þá nauðsynlegra fyrir oss, en aðrar þjóðir, að
hinum góða sið að lesa húslestra sé við haldið, þar sem hér
sé strjálla um opinbera guðsþjónustugjörð og erfiðara að sækja
kirkju en víðast hvar annarstaðar, einkum á vetrardag. Og
þetta sé, segir hann, því nauðsynlegra hér eftir en hingað til,
þar sem messur eru víða enn strjálli en áður, sökum sam-
steypu margra prestakalla.
Af þessu leiðir, að ekki má svo búið standa. Kirkjan og
kirkjunnar menn verða að taka í taumana og gjöra alt, sem
þeim getur hugsast og þeim er unt að gjöra, til þess að úr
þessu megi rætast og ástandið í þessum efnum sem fyrst
breytast til batnaðar.
En hvað er hyggilegt og hægt að gjöra til glæðingar og
eflingar heimilisguðrækninni?
Það er vandamálið, sem ítarlega þarf að athuga.
Til þess að gjöra sér ljóst hvað gjöra þurfi, hygg ég að
bezt sé að byrja á því, að rannsaka hvað það sé, sem skapar
hetmilisguðræknina og viðheldur henm.
Ollum mun koma saman um, að fyrst beri að nefna þrána,
löngunina til guðstilbeiðslu, til guðræknisiðkana á heimili sínu,
í einrúmi eða í samfélagi með öðrum. Að slík þrá sé enn