Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 53
48
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagtritiö.
rík í hugum fjölda manna í landi voru, tel ég litlum vafa
undir orpið. Þrátt fyrir allar þær breytingar, sem orðið hafa
á högum þjóðar vorrar á andlega sviðinu, er ég þó sann-
færður um, að guðsdýrkunarþrá er enn lifandi í hjörtum fjölda-
margra landsins barna.
En með þessa þrá er, eins og alt annað, að hana má glæða
og henni má halda niðri og kæla. Um það ræður mest ald-
arfar og hugsunarháttur hvers tíma. Nú er öllum ljóst, að
efnishyggja hefir lengi ráðið miklu um hugsunarhátt þjóðar
vorrar. Hvernig gæti annað verið en að slík stefna hefði
kælandi og lamandi áhrif á guðsþrána. Breyttur og andlegri
hugsunarháttur þyrfti því að verða ríkjandi, ef þráin umgetna
ætti að glæðast og verða öflugri í hjörtum manna.
Margir líta svo á, að sú breyting sé nú að verða á hugs-
unarhætti fjölda manna. Minna ber á afneitun, og þrá eftir
hinu æðra virðist vera að glæðast meðal þjóðar vorrar. Þess
vegna virðist nú rétti tíminn til þess að örfa menn til að láta
guðsdýrkunarþrá sína komast til framkvæmdar á heimili sínu.
Því að viljaframkvæmd er annad atriðið, sem skapar og við-
heldur heimilisguðrækninni.
Þá viljaframkvæmd hefir aldarhátturinn lamað. Veikluð þrá
hefir ekki afl til framkvæmda.
Þess vegna þarf um fram alt að örfa menn og hvetja, til
þess að heimilisguðræknin geti risið upp aftur, þar sem hún
hefir lagst niður.
Þriðja atriðið, sem skapar heimilisguðræknina og viðheldur
henni eru venjurnar.
Þær þurfa að vera hollar og hagkvæmar.
Alt líf þarf sinn stakk og mikils er vert, að sá stakkur sé
hagkvæmur og hagfeldur hverjum þeim, er klæðist honum.
Að mörgu leyti - hygg ég, að venjur þær, er heimilisguð-
ræknin tók í sína þjónustu, hafi verið hollar og góðar. En
eitt hygg ég þó að hafi verið aðal-ókostur þeirra. Það var,
hve bundnar þær voru við þekkingu og kunnáttu, en síður
við tilbeiðslu.
Kom þetta fram í bænrækni manna. Mest áherzlan var oft