Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 57
52
Sigurður P. Sívertsen:
Prestafélagsritið.
treysti ég þeim félagsskap til hins bezta í þessum efnum, því
að engum mun annara um velferð heimilanna en konunum
og engar eru líklegri til að hafa næman skilning á gildi guð-
rækninnar fyrir heimilislífið en þær.
Þá mætti nefna ungmennafélögin, sem munu vera allvíða,
bindindisfélög o. fl.
Trúi ég því illa, að prestar, sem áhuga hefðu á þessu, gætu
ekki fengið allmarga samverkamenn til þess að vinna að þessu
málefni með sér. En geti það orðið, er ég ekki í efa um
góðan árangur fyr eða síðar. Þráin glæðist þá hjá fjöldanum
og einn ýtir undir annan svo eitthvað verði úr framkvæmdum.
2) Næst er að séð sé vel fyrir húslestrarbókum. Af þeim
þarf ávalt að vera nóg úrval og væri æskilegt, að árlega
kæmi út einhver bók, styttri eða lengri, með því markmiði.
Forgöngu í þessu þarf kirkjustjórnin að hafa. En prestarnir
þurfa þar að reynast áhugasamir samverkamenn. Því fleiri,
sem leggja sinn skerf til slíkra bóka, því fjölbreyttari verða
þær og líklegri til að ná til almennings með góð áhrif.
Prestastétt vor hefir á síðari árum verið alt of tómlát í
þessum efnum.
Hvað ætti að vera ánægjulegra fyrir presta landsins en að
ná með prentað orð út fyrir söfnuði sína?
Þótt ekki væri annað en að þýddar væru áhrifamiklar hug-
vekjur erlendar, myndi slíku vera vel tekið. Fjölbreytnin er
afarmikilsverð, þegar um þessi efni er að ræða.
3) Þá kem ég að þriðju tillögu minni og hún er sú, að
gefinn sé út handhægur leiðarvísir handa heimilunum um
heimilisguðræknina alment.
Hugsa ég mér þetta lítið kver, svo ódýrt að hvert heimili
gæti eignast það.
í því vildi ég láta vera leiðbeiningar, stuttar, en skýrar, um
alt hið helzta, er varðar einstaklingsguðræknina, bæði morgun-
og kvöldbænagjörð og borðbænir; um trúarlegt uppeldi barna
á heimilunum; um húslestra og húslestrarbækur; um notkun
sálmabókar; um notkun biblíunnar við bænagjörð einstaklings-
ins og við húslestra o. s. frv.