Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 58
Prestafélagsritiö.
Heimilisguðrækni.
53
Ætti slík bók að komast inn á hvert heimili og í henni
þyrftu að vera, auk nefndra leiðbeininga, upphvatningarorð
um nauðsyn daglegrar guðrækni, og fagrir og velvaldir ritn-
ingarstaðir og bænir til notkunar við sérstök tækifæri, eitt-
hvað í líkingu við það, sem var aftan við >Daglegt ljós«, er
frk. Ólafía Jóhannsdóttir gaf út árið 1908.
Þyrfti að vanda sem bezt til útgáfu kvers þessa og myndi
heppilegast að prestastefnan veldi menn, 2 eða þrjá, til þess
að semja það og sjá um útgáfuna, en prestum væri trúandi
til, með aðstoð beztu manna safnaðanna, að stuðla að út-
breiðslu þess, svo að það næði til sem flestra manna í öllum
söfnuðum landsins.
4) Fjórða tillaga mín er, að saminn yrði handa heimilun-
um sérstakur leiðarvisir um notkun Biblíunnar.
Þessa er brýn þörf, eins og áður hefir verið minst á. Og
hvorki er það hættulaust trúarlífi voru, né vansalaust fyrir oss
sem kristna þjóð, að Biblían haldi áfram að vera því næst
sem lokuð bók fyrir fjölda manns í landi voru.
En svo mun verða héreftir sem hingað til, sé alþjóð manna
ekki kent að lesa Biblíuna sér til andlegs gagns og blessunar
og fáist til að iðka lestur hennar og heimfæra til daglegs
lífernis síns.
Án leiðbeininga, munnlegra eða prentaðra, er ekki von að
veruleg breyting verði á þessu.
Þær leiðbeiningar geta verið með ýmsu móti. Til þess eru
alþýðlegar biblíuskýringar nauðsynlegar, ef vel ætti að vera.
Væri hið þarfasta verk, ef hægt væri að koma út stuttum
skýringum á Nýja testamentinu við alþýðu hæfi, með upplýs-
ingum um ritin og höfunda þeirra. Mun lítillega byrjað á að
semja slíkar skýringar. En það er mikið verk og myndi kosta
mikið að koma þeim út og naumast tækt að gefa nema lítið
út af þeim í einu. Hlyti slík útgáfa því að taka langan tíma.
En hún þarf að koma og verður að koma áður langt um líður.
En til undirbúnings þeirri útgáfu og til leiðbeiningar biblíu-
lestri alment, vildi ég leggja til að stuttur leiðarvísir væri sam-
inn, sem öll heimili ættu að geta eignast.