Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 60
PrestaféiagsritiB. Heimilisguðrækni. 55
Ovíða, ef nokkurstaðar, hafa húslestrar verið eins almennir
eins og hér á landi nálega alt fram að aldamótunum síðustu.
Og enn munu vera þær sveitir og prestaköll og jafnvel heil
prófastsdæmi, þar sem húslestrar eru iðkaðir á flestum heim-
ilum og hvert slíkt heimili er sem lítill söfnuður út af fyrir sig.
En því miður munu húslestrar þó niðurlagðir allvíða til
sveita, einkum á Norður- og Austurlandi. í sjávarsveitum
munu þeir vera enn óalmennari. I kaupstöðum hafa þeir altaf
verið sjaldnast tíðkaðir. Ðæjarlífið með óróa sínum og úti-
verum frá heimilunum, skemtanaþrá o. fl, hefir gert mest til
þess að húslestrar hafa lagst niður. Kaupstaðirnir hafa mynd-
að nýjar heimilisvenjur, ólíkar þeim eldri, og þær venjur hafa
haft sín ahríf á ýms sveitaheimilin, beinlínis og óbeinlínis, sam-
fara hinum kælandi efnishyggjualdarhætti undanfarandi ára.
Þennan aldaranda verður nú að fara að brjóta niður. Og að
því ætti að stefna, að húslestrar væru um hönd hafðir alstaðar
til sveita og einnig í kaupstöðum þar sem unt væri. En að
hverjum einasta manni, jafnt karli sem konu, ætti að halda
fast þeirri reglu, að leita sér daglega uppbyggingar á heimili
sínu í bæn og lestri ritningarorða. Þar ætti engin undantekning
að eiga sér stað, hvorki í sveitum, kauptúnum eða kaupstöðum
lands vors,meðal þeirra, sem kristnir vilja teljast. Um hina er vit-
anlega ekki að ræða. Allir hafa tíma til slíkra guðræknisiðk-
ana einhvern tíma dagsins. Allir þarfnast slíkrar næringar fyrir
sálu sína. Og allir munu reyna á einhvern hátt, að slíkar
heilagar stundir, þar sem einstaklingurinn fyrir bæn og til-
beiðslu og ritningarlestur gerir sig hæfan fyrir áhrif æðri
heims, eru dýrmætari en frá verður skýrt fyrir trúar- og sið-
gæðislíf hvers einasta manns.
Því að kraftur frá hæðum gefst aðeins þeim, er með bljúgri
sál og einlægni vill við honum taka, — sem væntir hans,
bíður hans, biður um hann, gjörir sig móttækilegan fyrir hann.
En hver sem slíkt gjörir, mun öðlast hlutdeild í reynslu
kristinna manna frá elztu til síðustu tíma, — þeirri reynslu,
að Guð sé máttugur í veikleikanum, og að þeim sem Guð
elska, samverki alt til góðs.