Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 62
PrestaféiagsritiB. Evangeliskt viðhorf. 57
hefja framsókn í nafni sannleikans, og segir síðan: »í hinni
hræðilegu úrslitaorustu framtíðarinnar verður baráttan háð milli
^veggja andstæðra herja. Annars vegar er kristindómurinn í
fullu æskufjöri, eigandi sannleikann óflekkaðan eins og hann
er aðeins að finna í kaþólsku kirkjunni, en hins vegar er
Andkristur sjálfur*. Og hann talar um hina »feysknu bygg-
ifigu mótmælendakirknanna«, sem muni »hrynja í rústir í
þessum stormum«. Og ef nú svo er, að kaþólska kirkjan í
hverju landi berst gegn hinum evangelisku kirkjum í þessum
anda, enda þótt hún fari eigi svo geyst og rasandi í fram-
kvæmdum sem þessi þýski þjónn hennar í orðum, þá er á-
stæða til þess, einnig fyrir oss í hinni evangelisk-lútersku kirkju
Islands, að vera vakandi og setja sterkan vörð. Og vér þurf-
um að sameina það tvent, að vera vakandi heima fyrir og
hafa um leið nákvæmar gætur á því sem gerist í viðureign
kirknanna erlendis, svo að vér látum eigi undir höfuð leggjast
að gera það sem í voru valdi stendur til þess að styrkja hinn
evangeliska málsstað hvar sem er. —
— Og þá kem ég að því, sem var eiginlega fyrsta
tilefni þess að ég tala hér í dag. Mér barst í nóvember í
vetur bréf frá þýzkum presti, Wendt að nafni, ritara félags
þar í Þýzkalandi er heitir: »Die evangelische Gesellschaft fiir
Deutschland*, og ég hefi haft lítilsháttar samband við. Með
bréfi þessu sendir hann mér bók Vilhjálms kardínála van
Rossum um ferð hans hingað til Norðurlanda sumarið 1923,
sem frumútgefin er á hollenzku, en heitir í þýzku útgáfunni:
»Die religiöse Lage der Katholiken in den nordischen Lándern«.
Skýrir bréfritarinn frá því, að bók þessi sé notuð til þess að
safna meðal kaþólskra í Þýzkalandi og Hollandi fé og ann-
arri hjálp til þess að hefja nýja sókn á Norðurlöndum og
leggja bæði ísland og önnur Norðurlönd aftur undir vald
Páfans. Mælist bréfritarinn til þess, að send séu héðan að
heiman ákveðin og skorinorð mótmæli gegn vissum atriðum í
ferðasögu kardinálar.s. Kveðst hann hafa sent samskonar til-
mæli til kirkjumanna í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finn-
landi. Kveður hann það mikilsvert, að frá öllum þessum lönd-