Prestafélagsritið - 01.01.1925, Blaðsíða 64
PrestafélagsritiD.
Evangeliskt viðhorf.
59
kaþólsku kirkjunnar hér. Fyrst fer hann aðdáunarorðum um
hrikalega fegurð landsins sjálfs, um sögufrægð þjóðarinnar
og þjóðlega menningu, og dregur hvergi úr hrósinu. Því
næst skýrir hann frá þeim viðbúnaði, sem íslenzka stjórnin
hafi haft á undan komu sinni, allri viðhöfninni er hann
steig á land og þeim fagnaðarviðtökum og Iotningarkveðj-
um, sem hann hlaut hér við landtökuna. Því næst skýrir
hann frá veizlu, er ríkisstjórnin hafi haldið sér og boðið til
æðstu veraldlegum embættismönnum ríkisins, og Þingvallaferð
í bíl, sömuleiðis af hálfu stjórnarinnar. Og nú kem ég að
skilningi kardinálans á allri þessari viðhöfn. Læt ég þá hans
hágöfgi tala sjálfan og þýði ummæli hans. Hann segir svo:
»Þær óvenjulegu viðhafnarviðtökur, er æðsta manni kaþólska
trúboðsins (Propaganda-Præfekt) voru veittar, viðtökur, sem
að margra dómi voru í engu síðri konungsviðtökunum á ís-
landi fám árum áður, þessar viðtökur voru eigi einungis
kurteislegt svar íslands við þeim heiðri, er því var veittur
með heimsókn þessari, heldur voru þær sérstakur vottur um
einlæga tilhneigingu (Geneigtheit) til kaþólskrar kirkju'1), sem
sífelt lifir í brjósti íslendinga, og þó einkum mentamanna
þeirra. Fyrir söguiðkanir sínar vita þeir, að Island var einu-
sinni voldugt, að svo miklu leyti sem lítil þjóð getur orðið
það, og það var á kaþólska tímabilinu, að listir, vísindi og
bókmentir blómguðust á dögum hinna kaþólsku biskupa og
presta; að frægðartíð íslands var tímabilið milli 11. og 16.
aldar; að ísland var rifið frá kaþólsku kirkjunni með ofbeldi
og svikum; að það var svift auði, velmegun og kostgripum
af þeim hinum sömu, sem þóttust færa þeim frelsi, og að
jafnhliða siðaskiftunum á trúarsviðinu var það svift sjálfstæði
sínu og því steypt niður í hyldýpi fátæktar og eymdar. Af
þessu stafar andúð íslendinga til Danmerkur, sem á sér svo
djúpar rætuD). Því að það var hinn lúterski Kristján kon-
ungur, sem kvað upp tortímingardóminn yfir íslandi, er hann
svifti íbúa þess kaþólskri trú og leiddi hnignun yfir landið«
1) Auðkent af mér. Á. S.