Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 68
Prestafélagsritið.
Evangeliskt viðhorf.
63
systrum, sem margar hafa reynst sannir englar fórnfúss og
nærgætins kærleika og farið hinum mildustu móðurhöndum
um þá, sem þeim hafa verið faldir til umönnunar. Slík kær-
leiksstarfsemi hlýtur að sjálfsögðu að hafa sín áhrif, ef ekki
beint, þá óbeint. Heyrum hvað van Rossum segir um það efni
í bók sinni í sambandi við spítalastarfsemi kaþólsku kirkj-
unnar í Danmörku. — Hann segir svo: »Einnig spítalarnir
og sjúkrahjálpin styðja ekki litið að framgangi kaþólsku kirkj-
unnar. Langt frá því, að hjúkrunarsysturnar neyði hinn lút-
erska sjúkling til þess að ganga kaþólsku kirkjunni á hönd.
Um það hugsa þær aðeins í bænum sínum til Quðs................
En fyrir móðurlega umhyggju þeirra . . . vinnast mörg hjörtu
og jarðvegurinn verður þann veg búinn undir starf trúboðans*
(bls. 13). Það er í alla staði eðlilegt, að slík starfsemi ka-
þólsku kirkjunnar hafi áhrif f þessa átt, enda þótt eigi sé rekin
sem beint trúboð, því að ekkert á jafn greiðan gang að mann-
legu hjarta sem kærleikurinn, hvort sem hann birtist hjá ka-
þólskri eða lúterskri hjúkrunarkonu. Og útlit er fyrir, að
kaþólskir uni vel við árangurinn af þessari starfsemi, því að
nú hafa þeir hafið byggingu nýs spítala í Hafnarfirði, sem að
sjálfsögðu á að standa í sambandi við trúboðs-stöðina þar, og
styðja hana.
Annað starf, sem kaþólska trúboðið hefir rekið hér, er barna-
skólinn í Landakoti. Eins og yður mun Ijóst, getur ekkert
verið framtíð kaþólsku kirkjunnar vænlegra en það, að undir-
búa hugi hinna ungu. Þó að þeim sé ekki beint kend kaþólsk
fræði, heldur aðeins biblíusögur í kristindómstímanum, má þó
á margan hátt hafa áhrif á hinar gljúpu og viðtæku, ungu sálir.
Og það má vafalaust segja hið sama um Landakotsskólann,
sem van Rossum segir um samskonar skóla í Danmörku
(bls. 12), að hann er »ákveðið kaþólskur í uppfræðslu sinni
°3 uppeldisaðferð* (mit ausgesprochen katholischem Charakter
in Unterricht und Erziehung). Fróðlegt er annars að heyra,
hvað kardfnáli segir um áhrif slíkra skóla alment, því að sumt
í því gæti verið næsta lærdómsríkt fyrir afskifti vor presta af
fræðslu barna og unglinga. Hann segir fyrst frá því, að lút-