Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 70
Prestaféiagsritið. Evangeliskt viðhorf. 65
úr manntalsskýrslum kaþólska safnaðarins frá 31. des. 1920
og 31. des. 1924.
í árslok 1920 eru kaþólskir í Reykjavík alls 59, en 1924
alls 104. Þar af eru:
Börn innan 10 ára: 1920 alls 10 eða tæpur Vó; en 1924
alls 26 eða rédur !/4 og
börn á aldrinum 10—15 ára; 1920 alls 1 eða tæpur työo,
en 1924 alls 16 eða tæpur Vö.
Þessi síðari tala er öllu eftirtektaverðari, því að þar er að
ræða um börn á þeim aldri, sem skólann sækja. En að öðru
leyti getur það talist tiltölulega mikil fjölgun, að frá 31. des.
1920 til 31. des. 1924 hafa kaþólskir á íslandi fjölgað úr 75
upp í 130. í þessum tölum eru að sjálfsögðu taldir með út-
lendingarnir, bæði prestar og hjúkrunarsystur. En eftirtekta-
verðast í þessum tölum er fjölgun barnanna og unglinganna.
Hún gefur það ótvírætt í skyn, að Landakotsskóli sé máttugur
þáttur í kaþólska trúboðinu hér, þótt gætilega sé að öllu farið.
Eitt atriði vil ég nefna enn um aðstöðu kaþólskrar kirkju
hér heima, sem er nýtt atriði. En það er sá vísir til ný-
kaþólskra íslenzkra bókmenta, sem hér hefir litið dagsins ljós
á síðustu dögum, áðurnefnd bók H. H. Laxness: »Kaþólsk
viðhorf«, og hin sextuga drápa Stefáns frá Hvítadal: »Heilög
kirkja«. Bæði þessi rit bera það með sér, að höfundarnir eru
nýliðar í hersveit hinnar rómversku kirkju. Og svo að ég nefni
hið snjalla kvæði Stefáns frá Hvítadal sérstaklega, þá kemur
hið »kaþólska« í því einkum fram sem hrifning yfir hinni
stórfeldu og glæsilegu sögu móðurkirkjunnar, og listræn að-
dáun á viðhafnarmiklum helgisiðum hennar og ytri dýrð. En
hið »trúarlega« í því kvæði er ekki fremur »kaþólskt« en
»evangeliskt«. Það er trúin á föðurinn á himnahæðum og son
hans ]esú Krist, sem hafinn er öllum ofar. Hún er engin
séreign kaþólskrar kirkju sú trú, að Kristur sé
„fylling náðar og læknir lýða
ljómi sálna að efsta dómi“.
Sú trú er sameign allra þeirra kirkjudeilda, sem teljast vilja
liðir í þeirri heild, sem heitir almenn, kristileg kirkja. í kvæði
5