Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 75
70
Prestafélagsritið.
Árni Sigurðsson:
helztu starfsaðferðir. Og loks hefir á ófullkominn hátt verið
bent á hið evangeliska viðhorf gagnvart öllu þessu. Hver
verður þá niðurstaðan? gætuð þér spurt. Og hvert er stefnt
með þessum hugleiðingum?
Niðurstaðan er sú, að kaþólsk kirkja ætli sér hvorki meira
né minna en það að leggja ísland aftur undir páfastó/inn,
og að hún gerir sér hinar glæsilegustu vonir um að það
muni takast, ef nóg er lagt fram af fé og mannafla til þess
að auka starfið og efla. Niðurstaðan er ennfremur sú, að
kaþólska kirkjan hafi unnið á undanfarið og vinni sífelt á,
þótt hægt fari, já, vinni jafnvel bezt á, þar sem hún fer hæg-
ast og gætilegast, og kemur að mönnum grunlausum.
En stefna þessara hugleiðinga eða tilgangur er sá, að vekja
prestastétt Islands og aðra kristna áhugamenn þjóðarinnar til
íhugunar um þetta mál, og til einhverra aðgerða, ef unt
væri og þörf þætti. Að sjálfsögðu getur framsókn kaþólskrar
kirkju gefið oss bendingar um ýmislegt sem betur mætti fara
hjá oss, svo sem það, að kirkjuhúsunum lútersku ætti að sýna
meiri rækt og sóma, að auka ætti á lotning og hátíðablæ við
guðsþjónustur vorar, að ekki ætti að láta hina köldu skyn-
semi slökkva trúna á hið dásamlega og dularfulla, að auka
ætti kærleiksafskifti kirkjunnar af sjúkum og þjáðum og öllum
er mæðast undir þungum byrðum, að vinna ætti enn meira
starf af kirkjunnar hálfu fyrir trúarlegt og siðferðilegt upp-
eldi barna og unglinga, og að vinna ætti að því að breyta
skóla- og fræðslufyrirkomulagi voru í þá átt. Margt annað
fleira mætti sjálfsagt nefna. En ég nefni aðeins eitt enn, það,
sem felur alt þetta og annað í sér, að íslenzk-evangelisk
kirkja prediki Krist, kraft Guðs og speki Guðs, í orði og
verki, utan kirkjuhúss sem innan, prédiki Krist þannig, að
hann höndli og haldi föstum hjörtum landsins barna með sig-
urmætti sannleikans, hann sjálfur, án nokkurrar mannlegrar
milligöngu eða mannadýrkunar. Kaþólskir vildu láta allsherjar
þing sitt í Amsterdam 1925 verða Kristi og páfanum til dýrðar.1)
1) Sbr. Kristendomen och vár tid, 19. árg., 11. —12. h. bls. 353.