Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 78
Prestafélagsritið.
SKÚLI PRÓFASTUR GÍSLASON
Á BREIÐABÓLSTAÐ í FLJÓTSHLÍÐ
1825—1925.
Þegar litið er yfir prestastétt lands vors á næstliðinni öld
fær það sízt dulist, að kirkja vor hefir átt mörgum góðum
manni á að skipa, sem með hverri þjóð hefði verið talinn til
þjóðnýtustu manna bæði sökum mannkosta og mentunar og
sökum árvekni og skyldurækni í köllunarstarfi sínu.
Einn þessara þjóðnýtu merkispresta íslenzku kirkjunnar á
19. öld var kennimaður sá, sem nefndur er í fyrirsögn greinar
þessarar, Skúli prófastur Gíslason á Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð. Bæði sökum gáfna, lærdóms og skörungsskapar, var hann
í röð fremstu presta þessa lands, auk þess sem hann í mörgu
tilliti var með einkennilegustu kennimönnum síns tíma. Það
er því ekki nema tilhlýðilegt, að Prestafélagsritið minnist hans
lítilsháttar einmitt á þessu ári, þar sem liðin eru rétt hundrað
ár síðan hann fæddist.
Þótt Skúli Gíslason lifði öll starfsár sín í embætti á Suð-
urlandi, var hann að ætt og uppruna Norðlendingur. Faðir
hans, Gísli prestur Gíslason, var bóndason frá Enni í Engi-
hlíðarhreppi í Húnaþingi. Móðir hans Ragnheiður Vigfúsdóttir
sýslumanns Thórarensen á Hlíðarenda (systir skáldsins Bjarna
Thórarensen) var að vísu fædd á Suðurlandi (í Brautarholti),
en Vigfús sýslumaður var sjálfur ættaður úr Eyjafirði, sonur
Þórarins sýslumanns á Grund Jónssonar. Séra Gísli var prýði-
lega gáfaður maður, en þótti ærið sérlundaður og stórbrotinn
í háttum og ekki reglumaður sem skyldi. Ragnheiður Vigfús-
dóttir var einnig stórgáfuð kona, svo sem hún átti kyn til, og