Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 81
Prestafélagsritið.
76 Dr. Jón Helgason:
hug stúdentaefni í þá daga hafa borið til hinnar nýju menta-
stofnunar hér heima.
En Skúli Gíslason fór ekki á prestaskólann, heldur sigldi
til háskólans í Khöfn þá um sumarið. Hver hefir styrkt hann
til utanfarar er mér ókunnugt, en ekki er ósennilegt að þeir
séra Jón Konráðsson og frændi hans, Skúli læknir Thóraren-
sen á Móeiðarhvoli, hafi stutt hann til þess.
Næstu sex ár dvaldist Skúli í Kaupmannahöfn og stundaði
nám sitt af miklu kappi. Lauk hann þar með miklum heiðri
öllum lærdómsprófum og að síðustu embættisprófi í guðfræði
í janúar 1855. Þótti Skúli bera af öðrum guðfræðisnemum á
háskólanum í þá daga og sérstaklega skara fram úr í sögu-
þekkingu — í kirkjusögunni. Gamall danskur prófastur, de
Hemmer Gudme, sagði þeim er þetta ritar dálitla sögu af
Skúla Gíslasyni á þeim árum: Það bar til eitt sinn í kenslu-
stund, að prófessor í kirkjusögu, Hagen að nafni, »tók« Skúla
»upp« í byrjun kenslustundar og beiddi hann að segja frá
kristnitökunni á Islandi. Það, sem um það efni var ritað í
fyrirlestrum stúdenta, var ekki meira en svo, að vel mátti
skýra frá því á tíu mínútum. Skúli tók til máls og flutti þar
fullkominn fyrirlestur um þetta efni alla kenslustundina á enda.
Hvað eftir annað lét prófessorinn á sér heyra, að nú væri
nóg komið, en Skúli var svo hugfanginn af efninu, að hann
veitti ekki neina eftirtekt bendingum prófessorsins. Prófessor-
inn lét sér þetta þá vel líka og settist í kennarastólinn með
krosslagða handleggi og hlýddi brosandi á. Loks sló háskóla-
klukkan sem merki þess, að nú væri úti kenslustundin, en ís-
lendingurinn hélt áfram »fyrirlestri« sínum og enginn hreyfði
sig. En þegar leið á »akademiska korterið* stóð Hagen upp
og mælti eitthvað á þá leið, að svo mikla ánægjustund sem
Skúli hefði veitt sér með erindi sínu, yrði hann nú að biðja
hann að hætta, því að annar kennari stæði í dyrunum, sem
ætti að taka við af sér. Þótti öllum Skúla hafa sagst mæta
vel og kenslustund þessi hafa verið ein hin skemtilegasta,
enda var það álit manna, að meginefni þessa erindis, sem