Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 86

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 86
Prestafélagsritið. Skúli prófastur Gíslason. 81 hafði séra Skúli fyrir ræðutexta orðin alkunnu, sem Jesús mælti við Fariseana forðum, er þeir höfðu fært til hans hórseku konuna: »Hver yðar, sem er án syndar, kasti sá fyrstur steini á hana«. Talaði hann þar mjög einarðlega um hversu syndir séra Sigurðar hefðu ekki verið lagðar í lágina, en flestir hefðu þózt hafa til hreins að taka við hann, þótt litlar ástæður hefðu til þess haft. Margir, já flestir þeirra, er við- staddir voru, bæði nákomnir og vandalausir fundu sig illa snortna af ræðunni og varð mikið umtal út af henni og mikil gremja, þótt hún hjaðnaði þegar frá leið. En allir hlutu við það að kannast, að þar hefði verið talað af myndugleika og mikilli einurð. Maður nokkur, sem verið hafði við þessa jarð- arför úti á Stórólfshvoli, kom að Staðnum á undan heima- mönnum sem verið höfðu þar út frá. Hitti hann þar frú Sig- ríði Pálsdóttur, ekkju séra Sigurðar, sem fyrir elli sakir hafði ekki treyst sér að heiman. Spurði hún komumann hvernig hefði verið að heyra til prestsins. »Hann skammaði alla skylda og vandalausa*, svaraði maðurinn. Þá varð gömlu konunni að orði: »Ekki tek ég það til mín, því að ég var hvorki skyld honum né vandalaus.« Síðustu átta prestskaparár sín gegndi séra Skúli jafnframt prófaststörfum í héraði sínu. Var hann hið röggsamasta yfir- vald í héraði, mjög eftirgangssamur við presta sína um allan embættisrekstur og ekki síður um það hvernig þeir héldu stað og kirkju. Hann var sérstaklega kröfuharður við prestana um skýrslugjörð og hinn umvöndunarsamasti ef honum þótti ein- hver þeirra sýna skeytingarleysi í þeim efnum. Hann gat þá orðið bæði þungorður og napur í aðfinslum sínum. Það kom t. d. einu sinni fyrir hjá einum af prestum hans, að messur reyndust fleiri á messuskýrslu yfir árið, en messudagar voru í árinu, án þess að nokkurn messudag hefði verið messað tvisvar! Þessháttar trassaskap lét hann ekki viðgangast átölu- laust og talaði þung orð til hins seka. En þótt séra Skúli væri eftirgangssamur við presta sína uni alt embætti þeirra og embættisverk, var hann þeim í hina röndina ljúfur yfirmaður, sem þeir virtu og, víst flestir, elsk- 6
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171

x

Prestafélagsritið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.