Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 91
86
Dr. Jón Helgason:
Prestafélagsritiö.
fyrir mannvitinu, hvar sem það varð á vegi hans, hvort sem
hlutaðeigandi maður var til mentaðra talinn eða ómentaðra.
En alveg sérstaklega var heimilið á Breiðabólstað orðlagt
fyrir gestrisni þá, sem þar átti heima, og veitingasemi við
gesti og gangandi, þótt öllu væri í hóf stilt. Því að þótt séra
Skúli byggi lengst af prestskapar síns við góð efni, slíkur
fyrirtaksbúhöldur sem hann var (enda bjó hann sízt einhentur,
þar sem hann átti við hlið sér slíka ágætiskonu og frú Guð-
rún Þorsteinsdóttir var), þá var alt auðæfa-oflæti honum fjarri
skapi. I hóp vina sinna var séra Skúli hinn kátasti. Mátti þá
um hann segja, það er Sæmundur í Odda mælti um Gissur
Hallsson forðum, að hann væri »hrókur alls fagnaðar, hvárgi
er hann var staddur«. I hóp góðra vina gat honum brugðið
til ofkeskni í tali, eins og ýmsum af ættmönnum hans hætti
við — ekki sízt móðurbróðurnum Bjarna amtmanni —, og
þá látið fjúka í eyru kunningjanna orð, sem þeir, er ekki
þektu hann því betur, gátu hneykslast á. En þeir, sem mann-
inn þektu, vissu, að slík orð af vörum hans voru sízt opin-
berun hans innra manns; enda sannaðist á séra Skúla, að
þeir, sem þektu hann bezt, unnu honum mest. Get ég í því
efni leitt vitni, þar sem faðir minn var. Þeir höfðu þekzt frá
því, er þeir voru skólapiltar á Bessastöðum, og ég veit ekki
til þess, að nokkru sinni kæmi snurða á vináttu þeirra. Ein-
hverju sinni á efri árum þeirra beggja lét séra Skúli í ljósi
undrun sína yfir því, að slíkur maður sem hann hefði um
svo margra ára skeið haldið óslitinni vináttu við sig. Faðir
minn lét ekki standa á svari: »Þú hefur þekkingu á mörgu,
séra Skúli, en í einu er ég þér fremri; þú hefur aldrei þekt
sjálfan þig, en ég hef þekt þig í 35 ár og því átt hægt með
að halda vináttu við þig«. — Það er ekki öllum berorðum
mönnum gefið að þola beryrði í sinn garð af öðrum. Svo
var séra Skúla ekki farið; hann þoldi beryrði af öðrum, og
því tek ég það fram, að mér er kunnugt um, að beryrði í
garð séra Skúla af hálfu föður míns, meðan þeir voru báðir
skólasveinar á Álftanesinu, varð undirrót æfilangrar trygða-
vináttu þeirra. Trúlyndið og vinartrygðin voru megineinkennin