Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 95

Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 95
90 Magnús Jónsson: Prestafélagsritið. flæðarmál. Partar af görðum eru allvíða lítt nothæfir vegna vatnsaga eða annars slíks. Sumstaðar rennur vatn í garða í leysingum. Flestir eru garðarnir grasi grónir áður en grafið er í þeim, enda mjög margir þeirra í túnum. Langflestir garðarnir eru eðlilega heima við bæi, enda kemur að engum baga ef ekki er um of. En það sýnist sum- staðar vera, og einkum ef garðurinn stendur hærra en bær- inn og sérstaklega þó ef vatnsból er beint niður undan garð- inum. Óvíða er þó undan því kvartað. Þarf sjálfsagt að hafa nákvæmar gætur á slíku, og ekki gott að vita hve langt þarf að vera til þess að örugt sé, því neðanjarðar rásir og æðar geta borið afrenslið fljótt, jafnvel alllangan spöl, ef svo verk- ast. Einstaka garður er langt frá bæjum, t. d. í Hafnarfirði og Stykkishólmi. Er það að vísu óþægilegt meðan þeim sið er haldið, að nálega öll líkfylgdin fari út í garðinn, en sýnist gera lítið til þótt þeim sið yrði nokkuð hnekt með því, að hafa garðinn fjarri. Óvíða er þess getið, að kirkjugarðar séu í skjóli, og er það eðlilegt, því að það er svo margt annað, sem verður að ráða garðstæðinu, en víða tekið fram að skjóllaust sé. Allvíða hafa garðarnir skjól frá bæjarhúsum og svo frá góðum girð- ingum. Er það mikilsvirði, bæði upp á það, að reiturinn sýn- ist hlýlegur og vingjarnlegur og svo ef einhverjir eru, sem vilja gróðursetja tré eða blóm á leiðum. Stundum getur skjólið þó orðið of dýrkeypt sakir fannþyngsla að vetri og vatnsaga eða þá af því, að útsýn og fegurð vantar. Þess er mjög víða getið, að fögur útsýn sé frá grafreitun- um, enda væri undarlegt, ef svo væri ekki hér á landi. Sjálf- sagt er líka að taka tillit til þess að svo miklu leyti, sem samrýmst getur öðrum kostum. Hygg ég þó, að meira sé undir því komið, að gera sjálfan grafreitinn fagran og að- stöðu alla þar sem haganlegasta, ef ekki verður á alt kosið. í einstaka stað er þess getið, að óhentugt sé til útfærslu, og er það eitt atriði, sem athuga þarf. Garðar hafa víða verið »færðir út« með því að fylla upp og slétta yfir, en augljósir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171

x

Prestafélagsritið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Prestafélagsritið
https://timarit.is/publication/489

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.