Prestafélagsritið - 01.01.1925, Page 96
Prestafélagsritið.
Kirkjugarðarnir.
91
örðugleikar geta verið á því, t. d. ef varanleg mannvirki eru
í garðinum, girðingar úr steini umhverfis leiði, legsteinar og
annað slíkt.
2. Girðing.
Af svörum prestanna við þessarri spurningu má sjá, að
girðingar um grafreitina eru býsna margbreytilegar. Aðal-efni
þeirra er torf, grjót, timbur og vír og eru þessi efni notuð
mjög hvert með öðru, svo að í svörunum munu koma fyrir
yfir 50 sambönd. Sumpart eru efnin notuð saman, t. d. vír
ofan á torfgarði, eða þá að ein hlið er girt með þessu efni
en önnur með hinu, og getur það verið hentugt og farið vel.
Aðal niðurstaðan er þessi:
Torf eitt er notað í 49 tilfellum ýmist alveg eða á parti af
garðinum.
Torf er vafalaust að ýmsu leyti hentugt til girðinga um
grafreiti. Það veitir gott skjól, er fallegt þegar það er gróið
orðið og fellur vel inn í umhverfið, t. d. í túni. Það kemur
og notalega við ró og friðsemd þá, sem þarf að einkenna
grafreiti. Það er heimafengið efni og ódýrt, ef aðstaða er
ekki slæm og vinna ekki mjög dýr. En það hefir sína ókosti.
Torfgirðing má vera alveg sérstaklega vel gerð og há, ef hún
á að halda sauðfénaði frá garðinum svo trygt sé, og skýrsl-
urnar bera með sér, hve torfgarðar endast illa, ef viðhald er
ekki því jafnara, einkum þar sem vætur eru miklar.
Grjót eitt saman (ósteinlímt að því er virðist) er notað í
24 tilfellum ýmist alveg eða á einhverjum parti. Það er ekki
eins hlýlegt á að sjá eins og torfið, en veitir sama skjól og
getur átt vel við. Aðal-galli þess er sá, að það vill hrynja og
verða garðarnir þá skörðóttir og gagnslausir til vörzlu. Ef
steingarðar væru límdir væru þeir sjálfsagðir þar sem gott er
að afla efnisins, og gætu enst von úr viti. Þeir eru líka fall-
egir og traustlegir ef þeir eru vel gerðir.
Torf og grjót saman er notað í 19 tilfellum. Það er ágætt
byggingarefni í þurviðraplássum og sýnast þær girðingar, sem
úr því eru, endast vel og vera góðar víðast.