Prestafélagsritið - 01.01.1925, Síða 100
Prestafélagsritiðt
Kirkjugarðarnir.
95
Eftir skýrslunum að dæma eru girðingarnar víðast sæmilega
Sfipheldar, að minsta kosti hvað stórgripi snertir. En í raun
réttri ætti ekki að vera til nokkurt dæmi annars. í 5 stöðum
er þess getið, að grind vanti í sáluhlið og eru þau þá senni-
lega varin með spýtum, sem lagðar eru fyrir hliðið. Má nota
slíkt við »bakdyr« á túngarði, sem sjaldan eru notaðar, en er
mjög lítt viðeigandi í sáluhliði.
Prestar og sóknarnefndir ættu að leggja ítrustu áherzlu á,
að hafa girðingar um grafreiti sæmilegar. Það er hægt víðast
án tilfinnanlegs kostnaðar, en er höfuðatriði í því, að halda
grafreitunum, »jurtagörðum herrans«, í því ásigkomulagi, að
bygðarlaginu sé ekki til vansæmdar.
3. Stærð garðsins h. u. b. Fólksfjöldi sem leg á
að garðinum.
Kirkjugarðar eru nálega allir ferhyrningar, nokkurnveginn
reglulegir og flestir nálægt jafnhliða. Sumir eru þó óreglu-
legir að lögun, hliðar mislangar eða bognar eða hornin fleiri
en fjögur. Þriggja kringlóttra garða er getið, og nokkurra
auk þess, sem hafi verið það til skamms tíma, en síðan breytt.
Oregluleg lögun garða gæti og stafað af því að reynt var að
laga kringlóttan garð og koma honum í ferhyrning. Sýnist
bað hafa verið algengt að hafa garða kringlótta áður fyr,
hvernig sem á því stendur. Hefir þess verið til getið af
Guðbr. Jónssyni að garðarnir hafi verið notaðir til vígis og
þá þótt beztir kringlóttir, en alveg er það óvíst, að þessi sé
helzta ástæðan til hringlögunarinnar.
Ef athugað er hluífallið milli stærðar grafreita og fólks-
fjöldans, sem leg á að þeim hverjum í sínu lagi, þá sést að
það er býsna misjafnt, alt frá 1,1 □ melra á mann upp í 25 Q
metra, en lang víðast er það 3—7 □ metra. Nákvæmlega
reiknaði ég þetta hlutfall í 68 sóknum og kom út hlutfallið
5,7 □ metrar á mann.
Hvað þurfa grafreitir að vera stórir? Það sést víða, að
grafreitir, sem teknir hafa verið upp og hafa verið 2—3
□ metrar á mann, hafa grafist út á 25—30 árum og er það