Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 103
Pr«stafélagsritiö»
MARKÚS OG GUÐSPJALL HANS.
(BROT ÚR SÖOU FRUMKRISTNINNAR).
Eftir séra Ásmund Guðmundsson skólastjóra.
I.
Elzta guðspjallið, Markúsar-guðspjall, hefir dýrlegri Krist-
mynd að geyma en flest vor órar fyrir. Vér höfum yfirleitt
ekki komið svo skýrt auga á hana, að hjá oss hafi vaknað
djúp löngun til að sökkva oss niður í lestur þess, hvað þá
meira. Oss dylst mjög fegurð hennar og líf, horfum á hana
eins og í móðu og fjarska. Það er eitt hið mesta mein vort.
Eflaust finnum vér mörg til þessa og þráum að skifti um til
hins betra og birti meir yfir, því að afstaða vor til Krists
muni varða mestu báðu megin grafar. En þótt vér tökum að
lesa um hann, þá fer oft svo, að hjartað verður ósnortið,
allur lífsstraumurinn eins og rennur fram hjá, og vér fáum
ekki íekið á klæðafaldi hans, sem vér þurfum að finna. Við
þessu fæst aðeins bót, er vér heyjum innri baráttu fyrir heil-
indum hugarfarsins og lifum bænalífi. Þá mun oss renna upp
ljós, þegar vér lesum með djúpri íhugun, og mörg sannindi
birtast í upphaflegum ljóma sínum. En svo gæti það einnig
orðið oss nokkur styrkur, ef vér reyndum eins og að lifa oss
inn í sál höfundarins, horfðum á andlega sjóndeildarhringinn,
sem við honum blasti, og leituðumst við að skilja, hvernig
rit hans hefði orðið til.
II.
Aldrei hefir neinn lifað hér á jörðu, sem hefir haft önnur
eins áhrif og ]esús á þá, er hann var með. Orð hans gátu
ekki gleymst, hvorki vinum né óvinum. Þegar hann ávítar, þá