Prestafélagsritið - 01.01.1925, Qupperneq 110
Prestafélagsritiö.
Markús og guðspjall hans.
105
sigurför fagnaðarerindisins um Jerúsalem fyrst og fremst,
Júdeu, Samaríu og Galíleu, út fyrir takmörk Gyðingalands,
til Damaskus, Antíokkíu, Tyrusar, Sídonar og víðar og víðar.
Skyldi Markús þá ekki hafa reynt þetta: »0, hversu brann
þá mín unga önd fyrir orð hins lifanda að stríða«.
VI.
Dásamlegast við sigurför kristninnar var það, að sá mað-
urinn, sem fastast hafði staðið gegn henni og ofsótt mest
lærisveinana í Jerúsalem, skyldi verða bezta verkfærið í hendi
Guðs til þess að útbreiða hana. Jesús hafði birzt honum í
guðlegum ljóma á leiðinni til Damaskus, kallað hann til post-
ula og gætt hann mestum mætti allra. Eftir afturhvarf sitt,
um 32 e. Kr., hafði Páll boðað kristni um fjölda ára í
Arabíu, Sýrlandi og Kilikíu, meðal annars í Tarsus, ættborg
sinni. Þangað sótti Darnabas, náfrændi Markúsar, hann til
Antíokhíu árið 45 og veittu þeir söfnuðinum þar forstöðu
saman í 1—2 ár. Næsta ár var hungursneyð mikil í Gyð-
ingalandi og færðu þeir þá gjafir kristnum mönnum í Jerú-
salem. Nú stóð þeim ekki framar ógn af Páli, heldur hafa
þeir þráð að sjá postulann mikla. Þar liggja saman leiðir
þeirra, Markúsar og hans, og Markús fer norður með hon-
um og frænda sínum til Antíokkíu.
Árið eftir, 47, halda þeir þrír af stað í kristniboðsför og
fara þegar til strandar, því að Barnabas, sem mun aðallega
hafa stjórnað ferðinni, hefir þráð það heitt, að boða ættingjum
sínum á Kyprusey kristna trú. Fyrst koma þeir til Selevkíu
niður við sjóinn og sigla þaðan til Kyprus. Þeir taka land við
Salamis og leita fyrst og fremst á fund Gyðinga, eins og jafn-
an í þessari för, og flytja þeim fagnaðarerindið um Krist í sam-
kunduhúsum þeirra. Þaðan halda þeir vestur eyna alla leið
til Pafosar á hinni ströndinni. Þar átti landstjórinn heima og
var hann vinveittur Gyðingum, sem bjuggu hópum saman á
þessari frjósömu ey. Hann tók þeim vel trúboðunum, bauð
þeim á fund sinn og hlýddi á kenningu þeirra. Mæltu gæð-
ingar hans að sönnu á móti, en þeir fengu ekki staðist fyrir