Prestafélagsritið - 01.01.1925, Side 112
Prestafélagsritið.
Markús og guðspjall hans.
107
hafði sjálfur reynt persónulega gildi þess fyrir sig. Því var
hlýjan svo mikil og mátturinn í orðum hans. Þegar hann
kendi í samkundunum og sagði frá því, að hann lifði í trúnni
á Guðs-son, sem elskaði hann og hefði lagt sjálfan sig í söl-
urnar fyrir hann, og lýsti friðinum, sem kristnir menn ættu
við Guð fyrir Drottin ]esú Krist, náðinni, er þeir ættu að-
gang að, voninni fagnaðarríku um dýrð Guðs, og kærleika
Guðs, sem úthelt væri í hjörtu þeirra, — þá hlaut hver mað-
ur að finna, er hlýddi á hann, að hann talaði af reynslu,
hann hafði sjálfur í raun og veru öðlast frið. Kenning hans
um Krist var það að lýsa áhrifum hans lifandi og upprisins
á hjarta sitt. Heimur fagnaðarerindisins, sem Páll lifði í, opn-
ast Markúsi meir og meir, og hann verður í anda lærisveinn
hans ekki síður en Péturs.
VII.
Áhrif þeirra beggja varða mestu í lífi Markúsar, enda starf-
ar hann einnig með þeim síðar. Hann sannfærist um það, að
Páll hafi rétt fyrir sér í því, að boða heiðingjum kristni ekki
síður en Gyðingum og vill að 2 árum liðnum fara með hon-
um og Barnabasi um sömu stöðvarnar og þeir höfðu ferðast
í 1. krisiniboðsför sinni. Þá vildi Páll að vísu ekki taka hann
með, og þeir frændur sigldu saman til Kyprus til langdvalar.
En eftir það verða þeir Markús og Páll samverkamenn og
vinir. Markús er jafnvel hjá honum í fangelsinu og er auð-
fundið, hversu Páli hefir þótt vænt um hann. Þaðan fer Markús
til Litlu-Asíu, ef til vill eftir ósk hans. Á næstu árum er
sennilegt, að hann hafi verið fylgdarmaður og túlkur hjá Pétri,
andlegum föður sínum, og að lokum komið með honum til Róm
og verið þar, er hörmungarnar gengu yfir. Árið 64 kveikti
Neró keisari í borginni og kendi síðan um kristnum mönnum
þar. Ægileg ofsókn hefst á hendur þeim og foringjarnir láta
líf sitt. Höfuð Páls fellur fyrir böðulsöxi Nerós og Pétur deyr
sama dauða og Drottinn hans. Margir skírast blóðskírn ]esú
og drekka kvalabikar hans. Postular ]esú eru að hverfa af
jörðunni, og þeim fækkar óðum, sem þektu hann persónulega.